Prýðilegt pabbarokk Wilco 23. september 2011 19:00 Áttunda hljóðversplata bandarísku hljómsveitarinnar Wilco kemur út í næstu viku. Jeff Tweedy og félagar gefa plötuna út sjálfir og eru á leiðinni í tónleikaferð til Evrópu. Tvö ár eru liðin síðan hin vel heppnaða og Grammy-tilnefnda Wilco (The Album) kom út. Hljómsveitin, sem sumir hafa viljað stimpla sem þroskað pabbarokkband, fór í stóra tónleikaferð til að fylgja henni eftir en tók að henni lokinni sitt lengsta frí til þessa, síðari helming síðasta árs. Forsprakkinn Jeff Tweedy, sem er 44 ára, fékk óvenju langa hvíld til að semja efni á nýja plötu og svo ferskur var hann við lagasmíðarnar að fyrst stóð til að taka upp tvær plötur en á endanum var ein látin nægja. Útkoman nefnist The Whole Love og er þriðja platan sem Wilco tekur upp með núverandi liðsuppstillingu, sem er frá árinu 2004. Þá gengu gítarleikarinn Nels Cline og gítar- og hljómborðsleikarinn Patrick Sansone til liðs við bandið. Fyrir voru þeir Tweedy, bassaleikarinn John Stirratt, trommarinn Glenn Kotche og Mikael Jorgensen hljómborðsleikari. Wilco var stofnuð 1994 eftir að jaðarkántrísveitin Uncle Tupelo með Tweedy um borð lagði upp laupana. Hann stofnaði nýtt band, Wilco, með öllum fyrrverandi liðsmönnum Uncle Tupelo nema söngvaranum Jay Farrar. Fyrsta platan, A.M., kom út 1995 og var tónlistin í jaðarkántrístíl, líkt og efnið frá Uncle Tupelo. Platan fékk hins vegar ekki eins og góðar viðtökur og Wilco-menn höfðu vonast eftir. Þeir ákváðu að breyta til og lagasmíðarnar urðu í framhaldinu fjölbreyttari og tilraunakenndari með meiri áhrifum úr rokki og popptónlist. Fjórða platan, Yankee Hotel Foxtrot, kom út 2002 og vakti sérstaka athygli vegna þess að útgáfufyrirtækinu Reprise Records fannst hún ekki nógu aðgengileg, neitaði að gefa hana út og leysti Wilco undan samningi. Í framhaldinu samdi hljómsveitin við Nonesuch Records, sem gaf plötuna út. Bæði þessi útgáfufyrirtæki voru undir sama hatti hjá risanum Time Warner, sem gerði málið hið undarlegasta. Yankee Hotel Foxtrot er nú vinsælasta plata Wilco til þessa og hefur selst í hátt í 700 þúsund eintökum. Platan kom hljómsveitinni á kortið og næsta útgáfa, A Ghost Is Born, varð sú fyrsta frá Wilco til að komast á topp tíu á Billboard-listanum. Tvenn Grammy-verðlaun fylgdu í kjölfarið. Wilco hefur núna stofnað eigið útgáfufyrirtæki, dBpm, þar sem The Whole Love kemur út. Sveitin er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin til að fylgja henni eftir og byrjar síðan ferðalag sitt um Evrópu í Glasgow 24. október. freyr@frettabladid.is Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Áttunda hljóðversplata bandarísku hljómsveitarinnar Wilco kemur út í næstu viku. Jeff Tweedy og félagar gefa plötuna út sjálfir og eru á leiðinni í tónleikaferð til Evrópu. Tvö ár eru liðin síðan hin vel heppnaða og Grammy-tilnefnda Wilco (The Album) kom út. Hljómsveitin, sem sumir hafa viljað stimpla sem þroskað pabbarokkband, fór í stóra tónleikaferð til að fylgja henni eftir en tók að henni lokinni sitt lengsta frí til þessa, síðari helming síðasta árs. Forsprakkinn Jeff Tweedy, sem er 44 ára, fékk óvenju langa hvíld til að semja efni á nýja plötu og svo ferskur var hann við lagasmíðarnar að fyrst stóð til að taka upp tvær plötur en á endanum var ein látin nægja. Útkoman nefnist The Whole Love og er þriðja platan sem Wilco tekur upp með núverandi liðsuppstillingu, sem er frá árinu 2004. Þá gengu gítarleikarinn Nels Cline og gítar- og hljómborðsleikarinn Patrick Sansone til liðs við bandið. Fyrir voru þeir Tweedy, bassaleikarinn John Stirratt, trommarinn Glenn Kotche og Mikael Jorgensen hljómborðsleikari. Wilco var stofnuð 1994 eftir að jaðarkántrísveitin Uncle Tupelo með Tweedy um borð lagði upp laupana. Hann stofnaði nýtt band, Wilco, með öllum fyrrverandi liðsmönnum Uncle Tupelo nema söngvaranum Jay Farrar. Fyrsta platan, A.M., kom út 1995 og var tónlistin í jaðarkántrístíl, líkt og efnið frá Uncle Tupelo. Platan fékk hins vegar ekki eins og góðar viðtökur og Wilco-menn höfðu vonast eftir. Þeir ákváðu að breyta til og lagasmíðarnar urðu í framhaldinu fjölbreyttari og tilraunakenndari með meiri áhrifum úr rokki og popptónlist. Fjórða platan, Yankee Hotel Foxtrot, kom út 2002 og vakti sérstaka athygli vegna þess að útgáfufyrirtækinu Reprise Records fannst hún ekki nógu aðgengileg, neitaði að gefa hana út og leysti Wilco undan samningi. Í framhaldinu samdi hljómsveitin við Nonesuch Records, sem gaf plötuna út. Bæði þessi útgáfufyrirtæki voru undir sama hatti hjá risanum Time Warner, sem gerði málið hið undarlegasta. Yankee Hotel Foxtrot er nú vinsælasta plata Wilco til þessa og hefur selst í hátt í 700 þúsund eintökum. Platan kom hljómsveitinni á kortið og næsta útgáfa, A Ghost Is Born, varð sú fyrsta frá Wilco til að komast á topp tíu á Billboard-listanum. Tvenn Grammy-verðlaun fylgdu í kjölfarið. Wilco hefur núna stofnað eigið útgáfufyrirtæki, dBpm, þar sem The Whole Love kemur út. Sveitin er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin til að fylgja henni eftir og byrjar síðan ferðalag sitt um Evrópu í Glasgow 24. október. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira