Lífið

Felur kúluna á fyrstu sýningunum

Tinna Hrafnsdóttir á von á tvíburum í lok febrúar en hyggst þó leika í fyrstu sýningum af Hrekkjusvínunum sem frumsýnt verður 14. október.
Tinna Hrafnsdóttir á von á tvíburum í lok febrúar en hyggst þó leika í fyrstu sýningum af Hrekkjusvínunum sem frumsýnt verður 14. október.
„Ég leik konu á öllum aldursstigum, alveg frá því að hún er sex ára og þar til hún er ólétt á fertugsaldrinum," segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona.

Hún á von á tvíburum, sem flestum þætti eflaust nóg, en leikkonan er einnig að setja upp sýninguna um Hrekkjusvínin sem verður frumsýnd 14. október. Það verður kannski lítið mál fyrir Tinnu að leika ólétta konu en ögn erfiðara að túlka sex ára gamla stelpu. „Við erum að hugsa um að fela kúluna af öllum mætti og ein hugmyndin er sú að persónan sé með stóran bangsa fyrir maganum."

Tinna gerir sér hins vel grein fyrir því að óléttan verður fyrr eða seinna til trafala og hyggst því bara leika í fyrstu sýningunum. „Ég er sett 2. mars en tvíburar hafa yfirleitt þann vana á að koma fyrr í heiminn." Hún segir að heilsan hafi verið fín, hún geti í það minnsta dansað enn sem komið er og hún finnur ekki enn fyrir því að þetta séu tvíburar. „Þetta eru bara tveir stórar draumar að rætast, að verða mamma og setja upp eigin sýningu. Við Sveinn [Geirsson] erum alveg í skýjunum og þetta er eiginlega bara tvöföld hamingja," segir Tinna sem þarf nú að finna tvennt af öllu fyrir nýju erfingjana.

Forsala á Hrekkjusvínin hefst í dag en boðið verður upp á veglegan afslátt af því tilefni. Hægt er að kynna sér það á midi.is. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.