Lífið

Rachel Zoe hannar eigin fatalínu

Stílistinn Rachel Zoe er mjög vinsæl meðal Hollywood-stjarnanna. Hún hefur sent frá sér sína fyrstu fatalínu. nordicphotos/getty
Stílistinn Rachel Zoe er mjög vinsæl meðal Hollywood-stjarnanna. Hún hefur sent frá sér sína fyrstu fatalínu. nordicphotos/getty

Ofurstílistinn Rachel Zoe hefur hannað sína fyrstu fatalínu og ber hún heitið The Rachel Zoe Collection. Zoe er einn eftirsóttasti stílistinn í Hollywood og hefur unnið með stórstjörnum á borð við Nicole Richie, Keiru Knightley, Cameron Diaz, Jennifer Garner, Kate Hudson, Kate Beckinsale, Demi Moore og Liv Tyler.

Zoe hefur unnið að línunni undanfarna mánuði og lýsir hún henni sem klassískri og dramatískri. „Ætli fólk búist ekki við einhverju sem er blanda af hippatísku og bóhematísku frá mér, en þessi lína er það alls ekki," sagði Zoe, en hún hefur hingað til verið þekkt fyrir að klæðast síðum, flæðandi kjólum og stóru, áberandi skarti. Nýja línan inniheldur þó ekkert slíkt heldur fallega sniðin jakkaföt, smekklega sparikjóla og himinháa hæla.



Rachel Zoe, ný fatalína
Víst er að línan á eftir að falla í kramið meðal Hollywood-stjarnanna enda eru þær almennt mjög hrifnar af öllu því sem Zoe kemur nálægt. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.