Íhuga að beita Íslendinga efnahagslegum þvingunum Höskuldur Kári Schram skrifar 12. apríl 2011 18:31 Hollensk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga efnahagslegum þvingunum til að knýja fram efndir í Icesave málinu. Þá ætla Hollendingar einnig beita sér fyrir því að sparifjáreigendur þar í landi fái allt sitt til baka - ekki einungis lágmarkstryggingu. Þetta kemur fram bréfi sem Jan Kees de Jager hollenski fjármálaráðherrann, sendi forseta hollenska þingsins í dag og fréttastofa hefur undir höndum. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave hefur valdið miklum vonbrigðum í Hollandi. Fjármálaráðherra Hollands sagði í ræðu á hollenska þinginu í dag að aðild Íslendinga að Evrópusambandinu sé háð því að lausn finnist á Icesave málinu. Þá sagði de Jager ennfremur að Hollendingar ætli að beita þrýstingi innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að tryggja að íslendingar greiði til baka Icesave reikninginn. Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands tafðist í marga mánuði árið 2009 vegna meðal annars andstöðu Hollendinga innnan stjórnar sjóðsins. Í bréfi hollenska fjármálaráðherrans kemur fram að Hollendingar íhugi í samstarfi við Breta að beita íslendinga efnahagslegum þvingunum til að knýja fram efndir í málinu. Er vísað í 111. grein EES samningsins í því samhengi sem fjallar meðal annars um hvernig leysa megi ágreining um túlkun samningsins. Aðilar geta gripið til þvingana náist ekki sátt um eina ákveðna túlkun. Í bréfinu kemur einnig fram að hollensk stjórnvöld ætla að beita sér fyrir því að sparifjáreigendur þar í landi fái allt sitt til baka - ekki einunigs lágmarkstryggingu. Hollensk stjórnvöld drógu mörkin við eitt hundrað þúsund evrur þegar innistæðutryggingar voru greiddar út við fall landsbankans árið 2008. Tvö hundruð hollenskir sparifjáreigendur, sem áttu meira en hundrað þúsund evrur inni á Icesave töpuðu rúmlega tuttugu og fimm milljónum evra eða sem nemur rúmlega fjórum milljörðum króna. Þessi hópur kærði íslensk stjórnvöld til eftirlitsstofnunar EFTA árið 2009. Hollenski fjármálaráðherra ætlar að funda með fulltrúum eftirlitstofnunar EFTA síðar í þessari viku vegna þessa máls. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Hollensk stjórnvöld íhuga að beita Íslendinga efnahagslegum þvingunum til að knýja fram efndir í Icesave málinu. Þá ætla Hollendingar einnig beita sér fyrir því að sparifjáreigendur þar í landi fái allt sitt til baka - ekki einungis lágmarkstryggingu. Þetta kemur fram bréfi sem Jan Kees de Jager hollenski fjármálaráðherrann, sendi forseta hollenska þingsins í dag og fréttastofa hefur undir höndum. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave hefur valdið miklum vonbrigðum í Hollandi. Fjármálaráðherra Hollands sagði í ræðu á hollenska þinginu í dag að aðild Íslendinga að Evrópusambandinu sé háð því að lausn finnist á Icesave málinu. Þá sagði de Jager ennfremur að Hollendingar ætli að beita þrýstingi innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að tryggja að íslendingar greiði til baka Icesave reikninginn. Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun Íslands tafðist í marga mánuði árið 2009 vegna meðal annars andstöðu Hollendinga innnan stjórnar sjóðsins. Í bréfi hollenska fjármálaráðherrans kemur fram að Hollendingar íhugi í samstarfi við Breta að beita íslendinga efnahagslegum þvingunum til að knýja fram efndir í málinu. Er vísað í 111. grein EES samningsins í því samhengi sem fjallar meðal annars um hvernig leysa megi ágreining um túlkun samningsins. Aðilar geta gripið til þvingana náist ekki sátt um eina ákveðna túlkun. Í bréfinu kemur einnig fram að hollensk stjórnvöld ætla að beita sér fyrir því að sparifjáreigendur þar í landi fái allt sitt til baka - ekki einunigs lágmarkstryggingu. Hollensk stjórnvöld drógu mörkin við eitt hundrað þúsund evrur þegar innistæðutryggingar voru greiddar út við fall landsbankans árið 2008. Tvö hundruð hollenskir sparifjáreigendur, sem áttu meira en hundrað þúsund evrur inni á Icesave töpuðu rúmlega tuttugu og fimm milljónum evra eða sem nemur rúmlega fjórum milljörðum króna. Þessi hópur kærði íslensk stjórnvöld til eftirlitsstofnunar EFTA árið 2009. Hollenski fjármálaráðherra ætlar að funda með fulltrúum eftirlitstofnunar EFTA síðar í þessari viku vegna þessa máls.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira