Innlent

Húsaleigumál 200 talsins á árinu

leigumarkaðurinn Húsaleigumarkaðurinn fer ört stækkandi á Íslandi og eru fyrirspurnir vegna húsaleigumála orðnar einn af stærstu málaflokkum Neytendasamtakanna. 
Fréttablaðið/vilhelm
leigumarkaðurinn Húsaleigumarkaðurinn fer ört stækkandi á Íslandi og eru fyrirspurnir vegna húsaleigumála orðnar einn af stærstu málaflokkum Neytendasamtakanna. Fréttablaðið/vilhelm
Neytendasamtökunum hafa borist í kringum 200 fyrirspurnir og erindi vegna húsaleigumála það sem af er ári. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum svarar þetta til um 800 erinda á ári, sem er helmingi meira heldur en var í fyrra. Árið 2009 voru rúmlega 200 fyrirspurnir af þessum toga.

Talsvert er spurt um hvað beri að varast við samningsgerð, hvernig ástand leiguhúsnæðis skuli vera og hvernig viðhaldi og skiptingu kostnaðar skuli háttað.

Neytendasamtökin telja ljóst að brýn þörf sé á aðstoð og ráðgjöf til leigjenda hér á landi, þar sem hér séu engin starfandi leigjendasamtök.

„Neytendasamtökin hafa gert sitt besta til að aðstoða leigjendur en sjá þó ekki fram á að geta sinnt þessum stóra málaflokki áfram sem skyldi nema til komi eitthvert framlag frá ríkinu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Hugmyndir um slíkt hafa verið ræddar en enn er þó ekkert fast í hendi.“

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×