Viðskipti erlent

Evran hnyklar vöðvana

Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í kjölfar vaxtahækkunar Evrópska Seðlabankans síðastliðinn fimmtudag og væntinga um frekari hækkun vaxta.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að nú standi EUR/USD krossinn í 1,4475 sem er á svipuðum slóðum og hann hefur verið frá því á föstudag. Hefur evran þar með ekki verið jafn dýr í dollurum talið síðan um miðjan janúar í fyrra.

Þessi styrking evrunnar hefur augljóslega ekki látið EUR/ISK krossinn ósnertan þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Kostar evran nú um 163,2 krónur og hefur ekki verið jafn dýr í krónum talið frá því í um miðjan maí á síðasta ári.

Þess má geta að um síðustu ármót kostaði evran rétt rúmar 154 krónur og nemur veiking krónunnar gagnvart evru þar með rúmum 5,5% á tímabilinu.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×