NBA: Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 09:00 LeBron James. Mynd/AP Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu.LeBron James var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 98-90 útisigri Miami Heat á Atlanta Hawks. Hawks-liðið vann upp 20 stiga mun í fjórða leikhlutanum en Miami tryggði sér sigurinn með 10-2 spretti á lokakaflanum þar sem James Jones setti niður tvær þriggja stiga körfur. „Halda okkar striki. Það er það eina sem Spo (Erik Spoelstra, þjálfari Miami) talaði um. Við verðum að halda okkar striki og þá komust við í gegnum allt," sagði LeBron James og bætti við: „Það tók okkur 81 leik að komast á þennan stað en það mikið meiri vinna framundan," sagði James. Miami fékk góðar fréttir skömmu eftir að sigurinn var í höfn en þá fréttist frá Washington að Boston hafði tapað fyrir Washington í framlengingu. Þar með var ljóst að Miami er öruggt með annað sætið í Austurdeildinni á eftir Chicago og hefur Miami-liðið því heimavallarrétt á Boston ef liðin mætast í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Chris Bosh var með 15 stig. Josh Smith skoraði 17 stig fyrir Atlanta og Jamal Crawford var með 13 stig.Paul Pierce og Ray Allen sátu allan tímann á bekknum í nótt.Mynd/APBoston Celtics tapaði 94-95 í framlengdum leik á móti Washington Wizards þar sem Doc Rivers, þjálfari Boston, ákvað að hvíla byrjunarliðsmennina Kevin Garnett, Ray Allen, Paul Pierce og Rajon Rondo. Nýliðinn John Wall skoraði 24 stig fyrir Washington en hjá Boston var Jeff Green með 20 stig og 15 fráköst í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Boston. Glen Davis var einnig með 20 stig hjá Boston og Jermaine O'Neal var með 15 stig og 13 fráköst.Dirk Nowitzki var með 23 stig og 12 fráköst þegar Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vesturdeildinni með því að vinna 98-91 útisigur á Houston Rockets í framlengdum leik. Shawn Marion og Jason Terry voru báðir með 21 stig fyrir Dallas en Kevin Martin skoraði 28 stig fyrir Houston sem á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.Kevin Durant skoraði 32 stig og Russell Westbrook var með 30 stig og 9 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann 120-112 sigur á Sacramento Kings. Þetta var fimmti sigur Thunder-liðsins í röð. Nýliðinn DeMarcus Cousins var með 30 stig og 9 fráköst hjá Sacramento og þeir Marcus Thornton og Beno Udrih skoruðu báðir 21 stig.J.R. Smith skoraði 22 stig fyrir Denver Nuggets í 134-111 sigri á Golden State Warriors en alls skoruðu níu leikmenn Denver-liðsins tíu stig eða meira. Þetta var fimmtugasti sigur liðsins á tímabilinu og er liðið að ná því fjórða tímabilið í röð. Kosta Koufos skoraði 18 stig fyrir Denver en þeir Stephen Curry og Dorell Wright voru báðir með 27 stig fyrir Golden State.Dwight Howard.Mynd/APDwight Howard snéri aftur eftir tæknivillu-leikbann og var með 19 stig og 13 fráköst þegar Orlando Magic vann 95-85 sigur á Philadelphia 76ers. Jameer Nelson var einnig með 19 stig fyrir Orlando og Ryan Anderson bætti við 18 stigum og 14 fráköstum. Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Philadelphia. Philadelphia vantar einn sigur til þess að vera með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 2004-2005 tímabilið.Channing Frye skoraði 33 stig þegar Phoenix Suns vann 135-127 sigur á Minnesota Timberwolves eftir framlengdan leik en þetta var fjórtánda tap Timberwolves-liðsins í röð. Jared Dudley skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Grant Hill var með 21 stig. Michael Beasley skoraði 26 stig og Anthony Randolph var með 24 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Russell Westbrook.Mynd/APAtlanta Hawks-Miami Heat 90-98 New Jersey Nets-Charlotte Bobcats 103-105 Philadelphia 76ers-Orlando Magic 85-95 Washington Wizards-Boston Celtics 95-94 (framlengt) Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers 101-110 Milwaukee Bucks-Toronto Raptors 93-86 New Orleans Hornets-Utah Jazz 78-90 Houston Rockets-Dallas Mavericks 91-98 (framlengt) Denver Nuggets-Golden State Warriors 134-111 Phoenix Suns-Minnesota Timberwolves 135-127 (framlengt) Sacramento Kings-Oklahoma City Thunder 112-120 NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu.LeBron James var með 34 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 98-90 útisigri Miami Heat á Atlanta Hawks. Hawks-liðið vann upp 20 stiga mun í fjórða leikhlutanum en Miami tryggði sér sigurinn með 10-2 spretti á lokakaflanum þar sem James Jones setti niður tvær þriggja stiga körfur. „Halda okkar striki. Það er það eina sem Spo (Erik Spoelstra, þjálfari Miami) talaði um. Við verðum að halda okkar striki og þá komust við í gegnum allt," sagði LeBron James og bætti við: „Það tók okkur 81 leik að komast á þennan stað en það mikið meiri vinna framundan," sagði James. Miami fékk góðar fréttir skömmu eftir að sigurinn var í höfn en þá fréttist frá Washington að Boston hafði tapað fyrir Washington í framlengingu. Þar með var ljóst að Miami er öruggt með annað sætið í Austurdeildinni á eftir Chicago og hefur Miami-liðið því heimavallarrétt á Boston ef liðin mætast í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Chris Bosh var með 15 stig. Josh Smith skoraði 17 stig fyrir Atlanta og Jamal Crawford var með 13 stig.Paul Pierce og Ray Allen sátu allan tímann á bekknum í nótt.Mynd/APBoston Celtics tapaði 94-95 í framlengdum leik á móti Washington Wizards þar sem Doc Rivers, þjálfari Boston, ákvað að hvíla byrjunarliðsmennina Kevin Garnett, Ray Allen, Paul Pierce og Rajon Rondo. Nýliðinn John Wall skoraði 24 stig fyrir Washington en hjá Boston var Jeff Green með 20 stig og 15 fráköst í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Boston. Glen Davis var einnig með 20 stig hjá Boston og Jermaine O'Neal var með 15 stig og 13 fráköst.Dirk Nowitzki var með 23 stig og 12 fráköst þegar Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vesturdeildinni með því að vinna 98-91 útisigur á Houston Rockets í framlengdum leik. Shawn Marion og Jason Terry voru báðir með 21 stig fyrir Dallas en Kevin Martin skoraði 28 stig fyrir Houston sem á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.Kevin Durant skoraði 32 stig og Russell Westbrook var með 30 stig og 9 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann 120-112 sigur á Sacramento Kings. Þetta var fimmti sigur Thunder-liðsins í röð. Nýliðinn DeMarcus Cousins var með 30 stig og 9 fráköst hjá Sacramento og þeir Marcus Thornton og Beno Udrih skoruðu báðir 21 stig.J.R. Smith skoraði 22 stig fyrir Denver Nuggets í 134-111 sigri á Golden State Warriors en alls skoruðu níu leikmenn Denver-liðsins tíu stig eða meira. Þetta var fimmtugasti sigur liðsins á tímabilinu og er liðið að ná því fjórða tímabilið í röð. Kosta Koufos skoraði 18 stig fyrir Denver en þeir Stephen Curry og Dorell Wright voru báðir með 27 stig fyrir Golden State.Dwight Howard.Mynd/APDwight Howard snéri aftur eftir tæknivillu-leikbann og var með 19 stig og 13 fráköst þegar Orlando Magic vann 95-85 sigur á Philadelphia 76ers. Jameer Nelson var einnig með 19 stig fyrir Orlando og Ryan Anderson bætti við 18 stigum og 14 fráköstum. Elton Brand skoraði 22 stig fyrir Philadelphia. Philadelphia vantar einn sigur til þess að vera með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn síðan 2004-2005 tímabilið.Channing Frye skoraði 33 stig þegar Phoenix Suns vann 135-127 sigur á Minnesota Timberwolves eftir framlengdan leik en þetta var fjórtánda tap Timberwolves-liðsins í röð. Jared Dudley skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Grant Hill var með 21 stig. Michael Beasley skoraði 26 stig og Anthony Randolph var með 24 stig. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Russell Westbrook.Mynd/APAtlanta Hawks-Miami Heat 90-98 New Jersey Nets-Charlotte Bobcats 103-105 Philadelphia 76ers-Orlando Magic 85-95 Washington Wizards-Boston Celtics 95-94 (framlengt) Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers 101-110 Milwaukee Bucks-Toronto Raptors 93-86 New Orleans Hornets-Utah Jazz 78-90 Houston Rockets-Dallas Mavericks 91-98 (framlengt) Denver Nuggets-Golden State Warriors 134-111 Phoenix Suns-Minnesota Timberwolves 135-127 (framlengt) Sacramento Kings-Oklahoma City Thunder 112-120
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira