Lífið

Ragnhildur Steinunn aldrei glæsilegri

Linda Björg Árnadóttir er sátt við útlitið á Eurovision-kynnunum, Ragnhildur Steinunn hafi sennilega aldrei verið glæsilegri í sjónvarpi.
Linda Björg Árnadóttir er sátt við útlitið á Eurovision-kynnunum, Ragnhildur Steinunn hafi sennilega aldrei verið glæsilegri í sjónvarpi.
„Það er alveg greinilegt að tölvupósturinn sem ég sendi á sínum tíma og þessi stormur í vatnsglasi hefur skilað sínu. Ragnhildur Steinunn hefur sennilega aldrei verið glæsilegri í sjónvarpi," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands.

Hún var ákaflega sátt við útlit Ragnhildar Steinunnar og Guðmundar Gunnarssonar í fyrstu undan­keppni Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn.

Mörgum er það eflaust enn í fersku minni þegar Fréttablaðið birti bréf frá Lindu Björg eftir úrslitakvöldið í fyrra. Þar gagnrýndi hún harðlega klæðaburð og kjólaval Ragnhildar Steinunnar og Evu Maríu Jónsdóttur og sagði kjólana einhverja þá ljótustu sem hún hefði séð í íslensku sjónvarpi. Linda Björg kallaði eftir fagmennsku frá RÚV í þessum málum en málið vakti geysilega athygli á sínum tíma.

„RÚV hefur ákveðna ábyrgð og því ber að sýna fagmennsku og kynna það besta sem er í gangi hverju sinni en þarna var einfaldlega hið gagnstæða gert," sagði Linda á sínum tíma en umræddir kjólar voru hannaðir af Birtu Björnsdóttur, eiganda Júníform.

Linda Björg segir augljóst að RÚV sé búið að ráða fagmanneskju til verksins. „Hárið á henni var frábært og allt útlitið hennar var mjög vandað og fágað," segir Linda og bætir því við að þótt Guðmundur Gunnarsson hafi klæðst hefðbundnum jakkafötum hafi þau ekki verið leiðin­leg.

„Hann var bara mjög fínn, mjög klassískur," en Guðmundur var í fötum frá Andersen & Lauth.- fgg




Tengdar fréttir

Birta vill afsökunarbeiðni frá rektor LHÍ

Fatahönnuðurinn Birta Björnsdóttir hefur sent rektor Listaháskóla Íslands bréf þar sem hún krefst þess að hann biðji hana afsökunar á viðbrögðum Lindu Bjarkar Árnadóttur, fagstjóra fatahönnunardeildar skólans. Þetta kom fram á vefsíðunni Miðjan.is.

Fagstjóri úthúðar kjólum Evu Maríu og Ragnhildar

„Það skortir einfaldlega fagmennsku í þetta og á það var ég að benda," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands. Hún sendi íslensku sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur bréf eftir úrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins, laugardaginn 6. febrúar, en í bréfinu fullyrti Linda að kjólar Evu Maríu og Ragnhildar Steinunnar væru þeir ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpinu.

Kjólamálið er ekkert persónulegt

„Ég átti fimmtán prósent í þessu fyrirtæki, var ekki framkvæmdastjóri og það er því fáranlegt af Birtu að rifja þetta upp," segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar LHÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.