Innlent

Lauk þríþraut með hjálp gervilims

JMG skrifar
Fyrsta konan til að ljúka heilum járnkarli með hjálp gervilims er nú hér á landi við tökur á alþjóðlegri auglýsingu fyrir stoðtækjaframleiðandann Össur. Hún segir samstarfið við fyrirtækið vera ómetanlegt og gera henni kleift að ná markmiðum sínum.

Sarah Reinertsen missti vinstri fót vegna sjúkdóms sjö ára gömul. Það hefur ekki hins vegar ekki hindrað hana frá því að ná langt í íþróttaheiminum en hún er fyrsta aflimaða konan til að ljúka hinni heimsfrægu Járnkarls þríþrautarkeppni á heimsmeistaramóti. Auk þess varð hún síðustu helgi heimsmeistari í þríþraut. Sarah hefur unnið með Össur síðan árið 2000 og er nú hér á landi við tökur á alþjóðlegri auglýsingu fyrir nýjan hlaupafót FlexRun frá Össur.

„Mér finnst frábært að við skulum taka auglýsinguna upp hérna þar sem Flex-Run er búinn til. Það er því eðlilegt að koma hingað til að gera auglýsinguna. Þetta er mjög gaman. Ég fæ að synda og hlaupa, eins og ég geri á hverjum degi og það er gaman að hafa kvikmyndatökuliðið hérna til að taka upp æfingarnar hjá mér,“ segir Sarah.

Sarah tók virkan þátt í að hanna nýja fótinn sem verður kynntur í október og segir það einstakt hvernig Össur vinnur náið með notendum stoðtækja sem þeir framleiða.

„Össur er ótrúlegt fyrirtæki því þar vinna menn náið með þeim sem hafa misst útlimi og íþróttamönnum og fá viðbrögð um hvað geri framleiðsluna enn betri. Þetta eru nú þegar frábærar vörur og Flex-Run er það sem gerir mér kleift að hlaupa maraþon og keppa í járnkarlinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×