Viðskipti erlent

Miklar sveiflur fyrir opnun markaða á Wall Street

Miklar sveiflur hafa verið á verði hlutabréfa í utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum fyrir opnun markaðanna á Wall Street eftir hádegið.

Snemma í morgun sýndu þessi viðskipti að Wall Street myndi opna í plús. Um miðjan morgun snérist þetta við á sama tíma og Evrópumarkaðir tóku mikla dýfu. Nú sýna hinsvegar utanmarkaðsviðskiptin að Dow Jones vísitalan verði í plús um tæp 2% við opnunina og að Nasdag verði rúm 2% í plús.

Talið er að ástæðan fyrir þessari bjartsýni sé að Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna muni tilkynna um að seðlaprentvélar landsins verði aftur gangsettar í vikunni og hundruðum milljarða dollara þannig dælt úr í hagkerfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×