Innlent

Tveir grunaðir um laxveiði í sjó

Lax í ógöngum Það getur reynst dýrt spaug hjá mönnum að reyna að ná þessum úr sjó eins og gert var í Skagafirði.
Lax í ógöngum Það getur reynst dýrt spaug hjá mönnum að reyna að ná þessum úr sjó eins og gert var í Skagafirði.
Fiskistofa hefur á undanförnum vikum lagt hald á að minnsta kosti ellefu ólögleg net í sjó. Þar af að minnsta kosti fjögur laxanet sem tekin voru upp í Skagafirði í síðustu viku. Það mál er til rannsóknar, að sögn lögreglu, en tveir menn liggja undir grun um notkun þeirra. Laxanet eru ólögleg og liggur há sekt við notkun þeirra.

Í síðustu viku kom síðan eftirlitsmaður frá Fiskistofu með fimm net til lögreglunnar á Ísafirði. Að sögn lögreglunnar þar vantar þó skýrslu um málið svo ekki er vitað hverjir eigendur kunni að vera, hvaðan þau voru tekin eða hvort möskvastærð þeirra sé undir löglegum mörkum. Hins vegar er ljóst að þau voru í sjó á banntíma en ekki er leyfilegt að hafa net við strendur frá klukkan tíu á föstudagskvöldi til klukkan tíu á þriðjudagsmorgni.

Um þarsíðustu helgi voru svo tekin tvö net sem lágu í voginum á Bíldudal á sunnudegi, sem sagt á banntíma. Það mál er enn til rannsóknar.

- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×