Lífið

Alt verður nýr ritstjóri Vogue

Emanuelle Alt hefur verið ráðin nýr ritstjóri franska Vogue. Alt, sú til vinstri, þykir afskaplega flott og smekkleg og verður gaman að fylgjast með störfum hennar í framtíðinni. 
nordicphotos/getty
Emanuelle Alt hefur verið ráðin nýr ritstjóri franska Vogue. Alt, sú til vinstri, þykir afskaplega flott og smekkleg og verður gaman að fylgjast með störfum hennar í framtíðinni. nordicphotos/getty

Emanuelle Alt hefur verið ráðin ritstjóri franska Vogue og tekur við starfinu af Carine Roitfeld í lok þessa mánaðar. Alt hefur starfað sem stílisti í mörg ár og var ráðin til Vogue árið 2009.

Sá orðrómur gengur innan tískuheimsins að þeim Roitfeld og Alt hafi ekki verið vel til vina og að Roitfeld hafi kvartað undan Alt við Jonathan Newhouse, framkvæmdastjóra útgáfufyrirtækisins Condé Nast. Newhouse hafi í kjölfarið ákveðið að segja Roitfeld upp störfum og ráða Alt í hennar stöðu. Samkvæmt heimildum mun Newhouse hafa ofboðið þegar upp komst að Roitfeld hafi í fyrra sent sýnishorn af nýrri línu Balenciaga til Max Mara og í kjölfarið var Vogue sett á svartan lista hjá Balenciaga. Fleiri tískuhús fylgdu í kjölfarið og hættu einnig að auglýsa í blaðinu.

Alt á mikið og erfitt starf fyrir höndum, enda hefur Roitfeld verið í hálfgerðri guðatölu innan tískuheimsins undanfarinn áratug. „Þetta er mikill heiður og það er mér mikil ánægja að taka við þessu blaði sem ég þekki svo vel. Ég mun reyna að halda áfram að þróa og bæta Vogue Paris ásamt öllu því hæfileikaríka fólki sem hér starfar,“ sagði Alt í tilkynningu sem Vogue sendi frá sér.

Alt þykir með eindæmum smekkleg og flott kona og því verður forvitnilegt að fylgjast með störfum hennar sem ritstjóra eins stærsta tískutímarits heims.- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.