Íslenski boltinn

Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð.

Laufey Ólafsdóttir er komin á fulla ferð á ný í fótboltanum og kom Val í 1-0 á 58. mínútu eftir stoðsendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur. Skömmu áður hafði Kristín Ýr Bjarnadóttir þurft að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið höfuðhögg.

Það leit allt út fyrir að þetta yrði sigurmark leiksins en Leiknir Ágústsson, dómari leiksins, dæmdi umdeilda vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar Manya Janine Makoski féll í teignum. Mateja Zver skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Valskonum tókst því aðeins að minnka forskot Stjörnunnar á toppnum í fjögur stig en Stjörnukonur geta aukið það sjö stig með sigri á KR í Vesturbænum en sá leikur hófst klukkan 19.15.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×