Kynnir Mömmu Gógó í LA fyrir Óskarsakademíunni 11. janúar 2011 06:00 Friðrik Þór hefur staðið í ströngu í Los Angeles við kynningu á mynd sinni Mömmu Gógó.fréttablaðið/stefán Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hefur verið í Los Angeles að undanförnu að kynna mynd sína Mömmu Gógó. Hann er vongóður um að hún hljóti tilnefningu til Óskarsins. „Við höfum fengið rosalega fín viðbrögð. Það er ágætis „buzz“ á henni,“ segir leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson, sem hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga við kynningu á kvikmyndinni Mömmu Gógó. Þriðjudaginn 20. janúar verður tilkynnt hvaða níu myndir eiga möguleika á tilnefningunum fimm til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu erlendu mynd síðasta árs. Alls eru 65 myndir í pottinum frá jafn mörgum þjóðum. Mamma Gógó hefur að undanförnu verið sýnd fyrir meðlimi Óskarsakademíunnar og á sunnudag var síðasta sýningin þar í borg þegar hún tók þátt í hinni árlegu Norrænu kvikmyndahátíð í Los Angeles. Þar var The Good Heart eftir Dag Kára einnig sýnd. Friðrik Þór hefur farið í fjölda viðtala að undanförnu, auk þess að vera viðstaddur sýningar á Mömmu Gógó. Stórblaðið The New York Times tók viðtal við hann sem birtist á föstudag og í Boston Globe birtist sama dag afar jákvæður dómur um myndina þar sem talið var líklegt að hún kæmist í „undanúrslitin“ fyrir Óskarinn. „Maður er vongóður um að komast í þennan níu mynda kúrs. En allt eftir það er mjög flókið,“ segir Friðrik Þór. Hann er mjög ánægður með umfjöllun Boston Globe, New York Times og hinna ýmsu vefmiðla og segir að slíkt umtal auki að sjálfsögðu möguleika myndarinnar. „Þessi stórblöð endurspegla það sem akademíumeðlimirnir eru að tala um,“ segir hann en áréttar að herferðin á bak við Mömmu Gógó sé langt í frá eins kraftmikil og sú sem hinar Norðurlandaþjóðirnar standi fyrir. „Við eigum ekki pening til að auglýsa þetta eins og margir eru að gera.“ Friðrik útskýrir að vinnubrögð Óskarsakademíunnar hafi breyst mikið síðan Börn náttúrunnar var tilnefnd til Óskarsins 1992. Þá horfði 300 manna hópur á allar myndirnar og valdi síðan út frá því en núna er valið flóknara en áður og fer í gegnum margar nefndir áður en niðurstaða fæst. Ekki koma eingöngu jákvæðar fréttir úr herbúðum Friðriks því heimildarmynd hans, Sólskinsdrengurinn, komst ekki í fimmtán mynda hópinn sem á möguleika á Óskarstilnefningu í ár. Friðrik viðurkennir að það hafi komið sér á óvart miðað við þau góðu viðbrögð sem myndin hafði fengið. „Þau voru mjög sterk en samt veit maður aldrei neitt. Þetta er svo óútreiknanlegt.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hefur verið í Los Angeles að undanförnu að kynna mynd sína Mömmu Gógó. Hann er vongóður um að hún hljóti tilnefningu til Óskarsins. „Við höfum fengið rosalega fín viðbrögð. Það er ágætis „buzz“ á henni,“ segir leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson, sem hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga við kynningu á kvikmyndinni Mömmu Gógó. Þriðjudaginn 20. janúar verður tilkynnt hvaða níu myndir eiga möguleika á tilnefningunum fimm til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu erlendu mynd síðasta árs. Alls eru 65 myndir í pottinum frá jafn mörgum þjóðum. Mamma Gógó hefur að undanförnu verið sýnd fyrir meðlimi Óskarsakademíunnar og á sunnudag var síðasta sýningin þar í borg þegar hún tók þátt í hinni árlegu Norrænu kvikmyndahátíð í Los Angeles. Þar var The Good Heart eftir Dag Kára einnig sýnd. Friðrik Þór hefur farið í fjölda viðtala að undanförnu, auk þess að vera viðstaddur sýningar á Mömmu Gógó. Stórblaðið The New York Times tók viðtal við hann sem birtist á föstudag og í Boston Globe birtist sama dag afar jákvæður dómur um myndina þar sem talið var líklegt að hún kæmist í „undanúrslitin“ fyrir Óskarinn. „Maður er vongóður um að komast í þennan níu mynda kúrs. En allt eftir það er mjög flókið,“ segir Friðrik Þór. Hann er mjög ánægður með umfjöllun Boston Globe, New York Times og hinna ýmsu vefmiðla og segir að slíkt umtal auki að sjálfsögðu möguleika myndarinnar. „Þessi stórblöð endurspegla það sem akademíumeðlimirnir eru að tala um,“ segir hann en áréttar að herferðin á bak við Mömmu Gógó sé langt í frá eins kraftmikil og sú sem hinar Norðurlandaþjóðirnar standi fyrir. „Við eigum ekki pening til að auglýsa þetta eins og margir eru að gera.“ Friðrik útskýrir að vinnubrögð Óskarsakademíunnar hafi breyst mikið síðan Börn náttúrunnar var tilnefnd til Óskarsins 1992. Þá horfði 300 manna hópur á allar myndirnar og valdi síðan út frá því en núna er valið flóknara en áður og fer í gegnum margar nefndir áður en niðurstaða fæst. Ekki koma eingöngu jákvæðar fréttir úr herbúðum Friðriks því heimildarmynd hans, Sólskinsdrengurinn, komst ekki í fimmtán mynda hópinn sem á möguleika á Óskarstilnefningu í ár. Friðrik viðurkennir að það hafi komið sér á óvart miðað við þau góðu viðbrögð sem myndin hafði fengið. „Þau voru mjög sterk en samt veit maður aldrei neitt. Þetta er svo óútreiknanlegt.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“