Innlent

Krafa um að sjómannaafsláttur verði ekki skertur

Félag skipstjórnarmanna krefst þess að hætt verði við skerðingu sjómannaafsláttar af sköttum, sem hófst um áramótin.

Bent er á að stórir starfshópar svo sem opinberir starfsmenn, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, flugliðar og fleiri njóti fríðinda í formi skattfrjálsra dagpeninga, þegar þeir eru fjarri heimilum sínum.

Sjómenn vilji njóta samabærilegra fríðinda og benda á að að árið 2008 hafi skattfríar greiðslur til annarra en sjómanna, numið tæpum átta milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×