Ein af stjörnum morgundagsins 3. janúar 2011 00:00 Brynjar Sigurðsson hefur vakið töluverða athygli og var meðal annars valinn ein af stjörnum morgundagsins af Ronan og Erwan Bouroullec. Honum var í kjölfarið boðið að hanna forsíðuna fyrir Wallpaper. Fréttablaðið/Vilhelm Brynjar Sigurðsson stundar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA-próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu," segir Brynjar, sem notaði jólafríið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynjar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálfpartinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almennilega fyrr en eftir útskrift. Draumurinn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum," útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec, sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mundir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna forsíðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.isForsíðan sem Brynjar gerði fyrir Wallpaper. Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Brynjar Sigurðsson stundar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA-próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu," segir Brynjar, sem notaði jólafríið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynjar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálfpartinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almennilega fyrr en eftir útskrift. Draumurinn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum," útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec, sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mundir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna forsíðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.isForsíðan sem Brynjar gerði fyrir Wallpaper.
Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira