Breyttir tímar hjá Cleveland sem tapaði sínum 21. leik í röð Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. febrúar 2011 08:57 LeBron James og Anthony Parker í leiknum í gær. AP LeBron James mætti gamla liði sínu Cleveland Cavaliers í gær í NBA deildinni á heimavelli Miami Heat. James skoraði 24 stig í 117-90 sigri liðsins en Dwayne Wade var stigahæstur með 34 stig. Cleveland tapaði sínum 21. leik í röð en liðið hefur aðeins unnið 8 leiki og tapað 39. Það eru breyttir tímar hjá Cleveland sem var í fremstu röð þegar LeBron James lék með liðinu og liðið keppti m.a. til úrslita um titilinn árið 2007 gegn San Antonio Spurs. Byron Scott fyrrum leikmaður LA Lakers er þjálfari Cleveland og hann virðist eiga erfiða baráttu framundan. Orlando Magic ætlar sér að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn en liðið hefur ekki sýnt stöðugleika í vetur. Í gær tapaði Orlando gegn Memphis á útivelli, 100-97. Memphis hefur nú unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann 9 leiki í röð fram til 16. janúar en frá þeim tíma hefur liðið unnið 6 og tapað 6. Dwight Howard skoraði 25 stig fyrir Orlando og Jason Richardson skoraði 18. Larry Bird virðist hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann rak þjálfara Indiana Pacers í fyrradag og réði aðstoðarþjálfara liðsins út leiktíðina. Indiana vann loksins leik eftir langa taphrinu. Roy Hibbert skoraði 24 sti og tók 11 fráköst í fyrsta sigri Frank Vogel sem þjálfara en mótherjarnir, Toronto Raptors, hafa ný tapað 12 leikjum í röð Carmelo Anthony skoraði 37 stig og tók 9 fráköst í liði Denver gegn New Jersey en það dugði ekki til þar sem heimamenn skoruðu 115 stig gegn 99. Anthony hefur verið orðaður við New Jersey að undanförnu en hann vill ekki framlengja samningi sínum við Denver. Brook Lopez skoraði 27 stig fyrir New Jersey og Devin Harris gaf 18 stoðsendingar. Dirk Nowitzki hafði betur gegn Rashard Lewis og JaVale McGee. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas og Tyson Chandler skoraði 18 og tók 18 fráköst fyrir Dallas gegn Washington sem hefur ekki enn unnið útileik á tímabilinu. 24 tapleikir í röð og ekkert breyttist í gær í 102-92 tapleik gegn Dallas sem hefur nú unnið 5 leiki í röð. Úrslit gærkvöldsins í NBA deildinni: Indiana - Toronto 104-93 New Jersey - Denver 115-99 Miami - Cleveland 117-90 Memphis - Orlando 100-97 Dallas - Washington 102 - 92 Utah - Charlotte 83-78 LA Clippers - Milwaukee 105-98 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
LeBron James mætti gamla liði sínu Cleveland Cavaliers í gær í NBA deildinni á heimavelli Miami Heat. James skoraði 24 stig í 117-90 sigri liðsins en Dwayne Wade var stigahæstur með 34 stig. Cleveland tapaði sínum 21. leik í röð en liðið hefur aðeins unnið 8 leiki og tapað 39. Það eru breyttir tímar hjá Cleveland sem var í fremstu röð þegar LeBron James lék með liðinu og liðið keppti m.a. til úrslita um titilinn árið 2007 gegn San Antonio Spurs. Byron Scott fyrrum leikmaður LA Lakers er þjálfari Cleveland og hann virðist eiga erfiða baráttu framundan. Orlando Magic ætlar sér að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn en liðið hefur ekki sýnt stöðugleika í vetur. Í gær tapaði Orlando gegn Memphis á útivelli, 100-97. Memphis hefur nú unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann 9 leiki í röð fram til 16. janúar en frá þeim tíma hefur liðið unnið 6 og tapað 6. Dwight Howard skoraði 25 stig fyrir Orlando og Jason Richardson skoraði 18. Larry Bird virðist hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann rak þjálfara Indiana Pacers í fyrradag og réði aðstoðarþjálfara liðsins út leiktíðina. Indiana vann loksins leik eftir langa taphrinu. Roy Hibbert skoraði 24 sti og tók 11 fráköst í fyrsta sigri Frank Vogel sem þjálfara en mótherjarnir, Toronto Raptors, hafa ný tapað 12 leikjum í röð Carmelo Anthony skoraði 37 stig og tók 9 fráköst í liði Denver gegn New Jersey en það dugði ekki til þar sem heimamenn skoruðu 115 stig gegn 99. Anthony hefur verið orðaður við New Jersey að undanförnu en hann vill ekki framlengja samningi sínum við Denver. Brook Lopez skoraði 27 stig fyrir New Jersey og Devin Harris gaf 18 stoðsendingar. Dirk Nowitzki hafði betur gegn Rashard Lewis og JaVale McGee. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas og Tyson Chandler skoraði 18 og tók 18 fráköst fyrir Dallas gegn Washington sem hefur ekki enn unnið útileik á tímabilinu. 24 tapleikir í röð og ekkert breyttist í gær í 102-92 tapleik gegn Dallas sem hefur nú unnið 5 leiki í röð. Úrslit gærkvöldsins í NBA deildinni: Indiana - Toronto 104-93 New Jersey - Denver 115-99 Miami - Cleveland 117-90 Memphis - Orlando 100-97 Dallas - Washington 102 - 92 Utah - Charlotte 83-78 LA Clippers - Milwaukee 105-98
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira