Lífið

Axl Rose besti söngvari allra tíma

Axl Rose, forsprakki rokksveitarinnar Guns N"Roses, hefur verið kjörinn besti hljómsveitasöngvari allra tíma í nýrri könnun. Næstir á eftir honum komu Freddie Mercury, söngvari Queen, og Robert Plant úr Led Zeppelin.

Það var heimasíðan Musicradar.com sem stóð fyrir könnuninni. „Ef við hugsum aftur til síðari hluta níunda áratugarins þá var Axl Rose hættulegur, töff, reiður, áberandi og umdeildur," sagði á síðunni.

Hinn 48 ára Rose var hæstánægður með niðurstöðuna og tjáði sig um hana á Facebook-aðdáendasíðu Guns N"Roses. „Takk fyrir allan stuðninginn sem við höfum fengið. Öll þið á Facebook, Myspace, Twitter og annars staðar sem berjist fyrir okkur. Við finnum fyrir stuðningnum og erum mjög þakklátir. Takk fyrir! Musicradar fær sérstakar þakkir fyrir að efna til könnunarinnar og leyfa fólki að tjá skoðanir sínar," skrifaði Rose.

Aðrir sem komust á topp fimm í könnuninni voru hinn sálugi Ronnie James Dio og Bítillinn John Lennon.

Hér fyrir ofan má sjá Axl Rose-syrpu sem aðdáendur hans settu saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.