Lífið

Hollywoodstjarna í Pressu 2

Gísli Örn Garðarsson mun leika eitt aðalhlutverkanna í Pressu 2. Sigurjón Kjartansson, yfirhandritshöfundur þáttanna, lofar meiri hasar.
Gísli Örn Garðarsson mun leika eitt aðalhlutverkanna í Pressu 2. Sigurjón Kjartansson, yfirhandritshöfundur þáttanna, lofar meiri hasar.
Gísli Örn Garðarsson leikur stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu 2. Eins og nafnið gefur til kynna er þáttaröðin sjálfstætt framhald af Pressu sem sýnd var á Stöð 2 fyrir tveimur árum.

Blaðið er enn sem fyrr miðpunktur sjónvarpsþáttanna og þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachmann munu endurtaka hlutverk sín.

Sigurjón var auðvitað feykilega ánægður með að hafa landað Gísla Erni. „Hann leikur þarna mikinn athafnamann, viðskiptamógul sem styr stendur um. Hann er virkur þátttakandi í miklu stríði sem fer fram á síðum blaðsins," útskýrir Sigurjón en meðal annarra sem munu leika í seríunni er Jóhannes Haukur Jóhannsson. Upptökur á þættinum eiga að hefjast upp úr áramótum og er ráðgert að fyrsti þáttur fari í loftið í mars. „Þetta verður páskaserían," segir Sigur­jón.

Þáttaröðin verður að sögn Sigurjóns eilítið öðruvísi en sú fyrri, það verður meiri hasar í henni. „Það var auðvitað mikill hasar í þeirri fyrstu. Það verður einnig lögð meiri áhersla á glæpina sem slíka en akkúrat blaðið, þótt það verði auðvitað í stóru hlutverki, og svo verða glæpamennirnir hættulegri en nokkru sinni fyrr."

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.