Innlent

Baráttumál Íslands

Árni Finnsson
Árni Finnsson
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að síðustu tvo áratugi hafi íslensk stjórnvöld lagt mikla áherslu á alþjóðlegt samstarf til að draga úr mengun sjávar af völdum þrávirkra lífrænna efna á borð við díoxín og fúran.

„Í aðdraganda Ríó-ráðstefnunnar árið 1992 lagði Ísland mjög mikla áherslu á að ná fram ákvæði um alþjóðlegar aðgerðir gegn mengun frá landstöðvum sem þá var talin nema um 70-80 prósentum af þeirri mengun sem berst til sjávar. Einkum lagði Ísland áherslu á að gert yrði lagalega bindandi samkomulag á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um bann við losun þrávirkra lífrænna efna, þar með talið díoxín.“

Að baki liggja gríðarlegir hagsmunir fiskútflutningsfyrirtækja, að sögn Árna, og því hefur barátta gegn mengun verið meginþema í utanríkisstefnu Íslands.

„Í ljósi þessa er afar einkennilegt að íslensk stjórnvöld hafi sótt um undanþágu frá strangari ákvæðum Evrópusambandsins fyrir mengun frá sorpbrennslustöðvum í þeim tilgangi einum, að því er virðist, að forða sveitar­félögum frá kostnaði af fullkomnari mengunarvörnum. Enn fremur sætir furðu hversu óskýr hlutverk og valdheimildir Umhverfisstofnunar eru og að réttur almennings á Ísafirði til upplýsinga um mengun vegna starfsemi Funa var virtur að vettugi.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×