NBA tímabilið hangir á bláþræði Þorgils Jónsson skrifar 22. október 2011 23:45 Samningar milli NBA og leikmanna hafa verið lausir frá í sumar og hart er deilt. Þegar hefur hundrað leikjum verið aflýst og ekki útséð um frekari áföll. Þorgils Jónsson kynnti sér kjaradeilu milljónamæringanna. Síðasta ár var eitt það allra besta í sögu NBA-deildarinnar, samkvæmt flestum mælikvörðum. Tekjur hafa aldrei verið meiri, sjónvarpsáhorf jókst stórum sem og aðsókn á leiki, þannig að flestir NBA-áhugamenn horfðu með tilhlökkun til komandi leiktíðar sem átti að hefjast um næstu mánaðamót. Þeir mega hins vegar bíða enn um sinn. Um fjögurra mánaða vinnustopp vegna kjaradeilu hefur lamað deildina þar sem ekki hefur einu sinni verið leyfilegt að skiptast á leikmönnum, og miðað við fullyrðingar forystusveita leikmanna og eigenda liða ber enn mikið á milli. Þegar hefur tveimur leikvikum, samtals 100 leikjum, verið aflýst og ef ekki fer að ganga saman með deiluaðilum gæti farið svo að ekki yrði leikið fyrr en eftir áramót. Í allra versta falli verður tímabilinu aflýst, en það mun þá sennilega ekki skýrast fyrr en á nýju ári. Samningar runnu út í sumar, en í mörg ár þar á undan hefur legið fyrir að þessi deila yrði gríðarhörð. Það sem helst er deilt um er annars vegar fyrirkomulag á launaþaki leikmanna og hins vegar skipting tekna sem NBA-deildin tekur inn.Launaþakið Núverandi launaþak í NBA veitir ákveðið svigrúm andstætt því sem gildir um margar aðrar stórdeildir vestra. Það þýðir að þótt launaþakið sjálft sé um 58 milljónir dala á ári fyrir hvert lið er hægt að fara upp fyrir það með ýmsum undanþágum. Þar mega lið til dæmis semja upp á nýtt við leikmann sem hefur verið hjá því í nokkur ár þótt það þýði að viðkomandi lið fari yfir hámarkið. Nú er málum þannig háttað að lið mega, strangt til tekið, greiða í laun allt að 70,3 milljónir dala á ári án þess að líða mikið fyrir það, en fari þau upp fyrir það mark er þeim gert að greiða svokallaðan lúxusskatt til deildarinnar. Fyrir hvern dal sem lið fer yfir lúxusmarkið verður það að greiða annan dal til deildarinnar, sem skiptist að mestu jafnt milli liðanna sem eru undir lúxusmarkinu. Eigendur benda á að deildin í heild sinni hafi verið rekin með 300 milljóna dala tapi á síðustu leiktíð, og þar að auki hafi langflest liðin verið rekin með tapi. Aðeins stærstu liðin, sem trekkja flesta á völlinn og fá mestar sjónvarpstekjur, hafa verið ofan við núllið. Þessa þróun vilja eigendurnir stöðva með því að herða á launaþakinu og meðal annars hækka lúxusskattinn til muna, en við það myndu launagreiðslur að sjálfsögðu lækka. Leikmennirnir eru vitanlega mótfallnir þessum hugmyndum og benda sumir á að eigendum sé í sjálfsvald sett hvort þeir sprengi sig upp úr öllu í yfirboðum í meðalleikmenn eins og oft hefur verið raunin.Skipting auðsins Seinna atriðið og sennilega það veigameira er skipting tekna deildarinnar. Tekjurnar eru margvíslegar, en fyrir utan aðgangseyri, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur eru talin með atriði eins og sala á veitingum og búningum, bifreiðastöðugjöld og tekjur af sýningum liðsdansara og lukkudýra annars staðar en á leikjum. Sá samningur sem er nýútrunninn var í gildi frá 2005 og kvað á um að leikmenn fengju 57 prósent af tekjum, en liðin og deildin sjálf 43 prósent. Í yfirstandandi viðræðum hafa báðir aðilar lagt áherslu á að halda 53 prósentum fyrir sig. Leikmönnum finnst þar fulllítið gert úr hlutverki sínu, en án þeirra hæfileika væri auðvitað engin deild og þar af leiðandi engar tekjur. Þarna er um stórmál að ræða þar sem hvert prósentustig jafngildir um 40 milljónum dala á mánuði.Kreppir að Fleiri atriði eru umdeild, meðal annars gildistíminn. Eigendur vilja gera tíu ára samning en leikmenn vilja gera samning til sex ára. Möguleiki er á að málamiðlun náist um uppsagnarákvæði eftir sjö ár. Flestra mat er að eigendurnir hafi sterkari stöðu þar sem stór hluti hinna 450 leikmanna NBA, þá aðallega þeir sem hafa verið í deildinni í nokkur ár á meðallaunum, eru jafn háðir mánaðarlegum launagreiðslum og hinn almenni borgari. Jafnvel telja margir sérfræðingar vestan hafs að eigendurnir séu reiðubúnir til að fórna heilu tímabili til að hafa sitt fram en það yrði reiðarslag fyrir fjárhag hundraða leikmanna.Vonarglætan dofnar Reynt var til þrautar í síðustu viku að ná samningum til að bjarga því sem bjargað yrði, og sat sáttasemjari yfir deiluaðilum á löngum fundum sem stóðu í þrjá daga. Það þótti lofa góðu en stór orð voru látin falla á fimmtudag og engar frekari viðræður hafa verið boðaðar. Allt útlit er fyrir að leikjum verði aflýst fram yfir jól, en ef allt fer á versta veg gæti þetta orðið fyrsta tímabilið í sögunni sem fellur alfarið niður. Það yrði döpur niðurstaða fyrir NBA-unnendur um heim allan. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samningar milli NBA og leikmanna hafa verið lausir frá í sumar og hart er deilt. Þegar hefur hundrað leikjum verið aflýst og ekki útséð um frekari áföll. Þorgils Jónsson kynnti sér kjaradeilu milljónamæringanna. Síðasta ár var eitt það allra besta í sögu NBA-deildarinnar, samkvæmt flestum mælikvörðum. Tekjur hafa aldrei verið meiri, sjónvarpsáhorf jókst stórum sem og aðsókn á leiki, þannig að flestir NBA-áhugamenn horfðu með tilhlökkun til komandi leiktíðar sem átti að hefjast um næstu mánaðamót. Þeir mega hins vegar bíða enn um sinn. Um fjögurra mánaða vinnustopp vegna kjaradeilu hefur lamað deildina þar sem ekki hefur einu sinni verið leyfilegt að skiptast á leikmönnum, og miðað við fullyrðingar forystusveita leikmanna og eigenda liða ber enn mikið á milli. Þegar hefur tveimur leikvikum, samtals 100 leikjum, verið aflýst og ef ekki fer að ganga saman með deiluaðilum gæti farið svo að ekki yrði leikið fyrr en eftir áramót. Í allra versta falli verður tímabilinu aflýst, en það mun þá sennilega ekki skýrast fyrr en á nýju ári. Samningar runnu út í sumar, en í mörg ár þar á undan hefur legið fyrir að þessi deila yrði gríðarhörð. Það sem helst er deilt um er annars vegar fyrirkomulag á launaþaki leikmanna og hins vegar skipting tekna sem NBA-deildin tekur inn.Launaþakið Núverandi launaþak í NBA veitir ákveðið svigrúm andstætt því sem gildir um margar aðrar stórdeildir vestra. Það þýðir að þótt launaþakið sjálft sé um 58 milljónir dala á ári fyrir hvert lið er hægt að fara upp fyrir það með ýmsum undanþágum. Þar mega lið til dæmis semja upp á nýtt við leikmann sem hefur verið hjá því í nokkur ár þótt það þýði að viðkomandi lið fari yfir hámarkið. Nú er málum þannig háttað að lið mega, strangt til tekið, greiða í laun allt að 70,3 milljónir dala á ári án þess að líða mikið fyrir það, en fari þau upp fyrir það mark er þeim gert að greiða svokallaðan lúxusskatt til deildarinnar. Fyrir hvern dal sem lið fer yfir lúxusmarkið verður það að greiða annan dal til deildarinnar, sem skiptist að mestu jafnt milli liðanna sem eru undir lúxusmarkinu. Eigendur benda á að deildin í heild sinni hafi verið rekin með 300 milljóna dala tapi á síðustu leiktíð, og þar að auki hafi langflest liðin verið rekin með tapi. Aðeins stærstu liðin, sem trekkja flesta á völlinn og fá mestar sjónvarpstekjur, hafa verið ofan við núllið. Þessa þróun vilja eigendurnir stöðva með því að herða á launaþakinu og meðal annars hækka lúxusskattinn til muna, en við það myndu launagreiðslur að sjálfsögðu lækka. Leikmennirnir eru vitanlega mótfallnir þessum hugmyndum og benda sumir á að eigendum sé í sjálfsvald sett hvort þeir sprengi sig upp úr öllu í yfirboðum í meðalleikmenn eins og oft hefur verið raunin.Skipting auðsins Seinna atriðið og sennilega það veigameira er skipting tekna deildarinnar. Tekjurnar eru margvíslegar, en fyrir utan aðgangseyri, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur eru talin með atriði eins og sala á veitingum og búningum, bifreiðastöðugjöld og tekjur af sýningum liðsdansara og lukkudýra annars staðar en á leikjum. Sá samningur sem er nýútrunninn var í gildi frá 2005 og kvað á um að leikmenn fengju 57 prósent af tekjum, en liðin og deildin sjálf 43 prósent. Í yfirstandandi viðræðum hafa báðir aðilar lagt áherslu á að halda 53 prósentum fyrir sig. Leikmönnum finnst þar fulllítið gert úr hlutverki sínu, en án þeirra hæfileika væri auðvitað engin deild og þar af leiðandi engar tekjur. Þarna er um stórmál að ræða þar sem hvert prósentustig jafngildir um 40 milljónum dala á mánuði.Kreppir að Fleiri atriði eru umdeild, meðal annars gildistíminn. Eigendur vilja gera tíu ára samning en leikmenn vilja gera samning til sex ára. Möguleiki er á að málamiðlun náist um uppsagnarákvæði eftir sjö ár. Flestra mat er að eigendurnir hafi sterkari stöðu þar sem stór hluti hinna 450 leikmanna NBA, þá aðallega þeir sem hafa verið í deildinni í nokkur ár á meðallaunum, eru jafn háðir mánaðarlegum launagreiðslum og hinn almenni borgari. Jafnvel telja margir sérfræðingar vestan hafs að eigendurnir séu reiðubúnir til að fórna heilu tímabili til að hafa sitt fram en það yrði reiðarslag fyrir fjárhag hundraða leikmanna.Vonarglætan dofnar Reynt var til þrautar í síðustu viku að ná samningum til að bjarga því sem bjargað yrði, og sat sáttasemjari yfir deiluaðilum á löngum fundum sem stóðu í þrjá daga. Það þótti lofa góðu en stór orð voru látin falla á fimmtudag og engar frekari viðræður hafa verið boðaðar. Allt útlit er fyrir að leikjum verði aflýst fram yfir jól, en ef allt fer á versta veg gæti þetta orðið fyrsta tímabilið í sögunni sem fellur alfarið niður. Það yrði döpur niðurstaða fyrir NBA-unnendur um heim allan.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira