Enski boltinn

Bjartsýnir á að halda Nasri og Fabregas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri.
Það ríkir bjartsýni í herbúðum Arsenal að félagið muni halda sínum sterkustu mönnum þó svo fjölmiðlar segi að þeir Samir Nasri og Cesc Fabregas séu á förum.

Arsenal hefur þess utan verið frekar rólegt á leikmannamarkaðnum en búist var við að félagið myndi kaupa meira í ljósi þess að félagið hefur ekki unnið titil í sex ár.

"Það er mikilvægt að halda lykilleikmönnum og að fá nýja leikmenn. Við vorum svo nálægt þessu í fyrra. Stjórinn veit hvað hann er að gera og við leikmennirnir þurfum að fara að vinna titla," sagði Theo Walcott, leikmaður Arsenal, en hann hefur trú á því að Nasri og Fabregas verði áfram. Bacary Sagna er einnig á því.

Þrátt fyrir háværa orðróma er enn enginn lykilleikmaður farinn frá Arsenal og stjórinn hefur sagt að líklegt sé að Arsenal versli í kringum næstu mánaðarmót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×