Viðskipti erlent

Vilja sniðganga fisk frá HB Granda í Bretlandi

Sue Fisher talskona hvalaverndunarsamtakanna Whale and Dolphin Conservation Society vill að Bretar sniðgangi fisk frá HB Granda sem seldur er til „fiskur og franskar“ veitingastaða í Bretlandi.

Í umfjöllun um málið á vefsíðunni ecologist segir að HB Grandi tengist hvalveiðum á Íslandi á þann hátt að tveir af eigendum Hvals hf. sitja í stjórn HB Granda og fyrirtækið hafi þar að auki útvegað Hval aðstöðu til að vinna hvalafurðir sínar á Íslandi. Þeir sem átt er við eru Kristján Loftsson og Árni Vilhjálmsson.

HB Grandi selur fisk til fyrirtækisins Warners Fish Merchants sem aftur selur fiskinn til „fiskur og franskar“ staða, veitingahúsa og hótela.

Sue Fisher hvetur breskan almenning til þess að spyrja um hvaða fiskurinn sé kominn sem er til sölu á framangreindum stöðum og skapa þannig þrýsting á Warners Fish Merchants  um að hætta viðskiptum við HB Granda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×