Pólverjar lýsa yfir stuðningi við að viðræðum við Ísland verði hraðað 12. júlí 2011 19:00 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segir að Pólverjar hafi lýst yfir sérstökum stuðningi við að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hraðað. Ráðherrann segir að lögð verði áhersla á sérlausnir fyrir íslenskan sjávarútveg í aðildarviðræðum við ESB, en ekki varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambandsins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt áherslu á að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hraðað. „Ég hef fengið viðbrögð frá Pólverjum sem að núna hafa tekið við forystu Evrópusambandsins. Það var fundur í Póllandi sem mínir menn voru á fyrir nokkrum dögum og þar kom skýrt fram að Pólverjar myndu í sinni formennskutíð leggja áherslu á að opna fleiri kafla því það væri jú okkar ósk að opna fleiri kafla en hafði verið vilji til á þessari stundu hjá ESB. Og Pólverjarnir lögðu sérstaka áherslu á fisk og landbúnað. Þannig að ég tel að þetta hafi strax haft áhrif," segir Össur. Utanríkisráðherra sagði í viðtali við Euronews í lok júní að íslenska ríkið þyrfti ekki sérstaka undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB. Í þessu tilliti þyrfti ríkið bara regluna um hlutfallslegan stöðugleika. Engin erlend þjóð hefði veitt á íslenska hafsvæðinu í 35 ár og reglur Evrópusambandsins væru þess eðlis að aðrar þjóðir gætu ekki komið í lögsögu Íslands og veitt að vild. „Varðandi hvort að ríki geti komið hingað inn í efnahagslögsöguna og tekið frá okkur afla þá liggur það alveg fyrir að 70 prósent af okkar stofnum eru staðbundin. Þessi regla um hlutfallslegan stöðugleika tryggir það í reynd að það getur enginn komið í krafti sögulegrar veiðireynslu og reynt að gera tilkall til þess," segir Össur. Össur segist þeirrar skoðunar að farsælla sé að fara leið sérlausna en að fara fram með kröfu um varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambandsins. Mun þá umboð samninganefndarinnar í sjávarútvegsmálum grundvallast á því, að ná fram þessum sérlausnum fremur en að krefjast varanlegra undanþága frá fiskveiðistefnu sambandsins? „Já, það er leið sem við höfum fyrst og fremst verið að skoða," segir Össur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Pólverjar hafi lýst yfir sérstökum stuðningi við að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hraðað. Ráðherrann segir að lögð verði áhersla á sérlausnir fyrir íslenskan sjávarútveg í aðildarviðræðum við ESB, en ekki varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambandsins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt áherslu á að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hraðað. „Ég hef fengið viðbrögð frá Pólverjum sem að núna hafa tekið við forystu Evrópusambandsins. Það var fundur í Póllandi sem mínir menn voru á fyrir nokkrum dögum og þar kom skýrt fram að Pólverjar myndu í sinni formennskutíð leggja áherslu á að opna fleiri kafla því það væri jú okkar ósk að opna fleiri kafla en hafði verið vilji til á þessari stundu hjá ESB. Og Pólverjarnir lögðu sérstaka áherslu á fisk og landbúnað. Þannig að ég tel að þetta hafi strax haft áhrif," segir Össur. Utanríkisráðherra sagði í viðtali við Euronews í lok júní að íslenska ríkið þyrfti ekki sérstaka undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB. Í þessu tilliti þyrfti ríkið bara regluna um hlutfallslegan stöðugleika. Engin erlend þjóð hefði veitt á íslenska hafsvæðinu í 35 ár og reglur Evrópusambandsins væru þess eðlis að aðrar þjóðir gætu ekki komið í lögsögu Íslands og veitt að vild. „Varðandi hvort að ríki geti komið hingað inn í efnahagslögsöguna og tekið frá okkur afla þá liggur það alveg fyrir að 70 prósent af okkar stofnum eru staðbundin. Þessi regla um hlutfallslegan stöðugleika tryggir það í reynd að það getur enginn komið í krafti sögulegrar veiðireynslu og reynt að gera tilkall til þess," segir Össur. Össur segist þeirrar skoðunar að farsælla sé að fara leið sérlausna en að fara fram með kröfu um varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambandsins. Mun þá umboð samninganefndarinnar í sjávarútvegsmálum grundvallast á því, að ná fram þessum sérlausnum fremur en að krefjast varanlegra undanþága frá fiskveiðistefnu sambandsins? „Já, það er leið sem við höfum fyrst og fremst verið að skoða," segir Össur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira