Enski boltinn

Meireles ekki á förum frá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Raul Meireles.
Raul Meireles.
Portúgalski miðjumaðurinn Raul Meireles segir að ekkert sé hæft í þeim orðrómum að hann sé á förum frá Liverpool. Hann segir það vera klárt að hann spili áfram með liðinu í vetur.

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er búinn að kaupa tvo miðjumenn - Charlie Adam og Jordan Henderson - í sumar og töldu margir að það myndi leiða til þess að Meireles hyrfi á braut.

Það er svo sannarlega áhugi á leikmanninum ef Liverpool vill selja og er ítalska félagið Inter á meðal þeirra liða sem hafa áhuga á Portúgalanum.

Meireles spilaði mjög vel með Liverpool í fyrra og var einn af bestu mönnum liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×