Enski boltinn

Man. City hafnaði tilboði Corinthians

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Manchester City er búið að hafna 35 milljón punda tilboði Corinthians í argentínska framherjann Carlos Tevez. Þetta kemur fram á Sky í kvöld.

Tevez hefur farið fram á sölu frá City en það er ljóst miðað við þetta að hann færi ekki að fara frá félaginu nema fyrir mjög háa upphæð.

Framherjinn var sjálfur spenntur fyrir því að fara til Corinthians en ekki verður af því að hann fari þangað. Í það minnsta ekki fyrir 35 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×