Viðskipti erlent

Hagfræðingur: Orðrómur kom á stöðugleika

Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir að orðrómur sem fór eins og eldur um sinu um klukkan 10 í morgun, að evrópskum tíma, olli því að stöðugleiki komast á fjármálamarkaði. Mínúturnar fram að þessum tímapunkti ríkti hinsvegar mikil örvænting og taugatitringur á mörkuðunum.

Í Jyllands Posten útskýrir Hansen það sem gerðist þessar örlagaríku mínútur þegar flestar töldu að Evrópa rambaði á barmi fjármálahruns.

„Skömmu eftir klukkan tíu komst orðrómur á kreik um að ECB (Evrópski seðlabankinn) væri að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf á markaðinum. Í beinu framhaldi kom síðan orðrómur um að Kínverjar væru að kaupa slík bréf,“ segir Hansen. „Þetta varð, að því er virðist, til þess að stöðuleiki komst á markaðina þótt að einungis væri um orðróm að ræða.“

Aðspurður um hvort staðan sé orðin traust núna segir Hansen að taugatitringurinn sé enn til staðar. Það sem þarf til að losna við hann er að leiðtogar Evrópu komi með raunhæfa aðgerðaráætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×