Erlent

Murdoch kallaður fyrir breska þingnefnd

Óli Tynes skrifar
Rupert Murdoch.
Rupert Murdoch.
Bresk þingnefnd sem er að rannsaka hlerunarhneyksli blaðsins News of The World hefur  beðið fjölmiðlabaróninn Rupert Murdoc um að mæta til þess að svara spurningum. Þingmennirnir vilja  einnig heyra í syni hans James og fyrrverandi ritstjóra Rebekku Brooks. Þetta er kurteisleg beiðni en ef henni verður  ekki svarað hefur þingnefndin vald til þess að fá þau í lögreglufylgd.

Þetta hneykslismál heltekur nú breskt þjóðlíf og fjölmiðla og lítur stöðugt verr út fyrir Murdoch og fjölmiðlaveldi hans. Tvö önnur af blöðum hans hafa orðið uppvís að hlerunum og hnjósnum. Það eru The Sun og The Sunday Times. Virði hlutabréfa hefur lækkað um milljarða dollara og kaup Murdochs á Sky Broadcasting eru í uppnámi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×