Félagsleg samheldni skilar meiru en einstaklingshyggja Elín Björg Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Danmörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnuþátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til samneyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjunum koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjarameðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallarforsenda fyrir sjálfbærum hagvexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreiðendur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skilar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norðurlandanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjárfesting. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklingshyggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Danmörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnuþátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til samneyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjunum koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjarameðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallarforsenda fyrir sjálfbærum hagvexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreiðendur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skilar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norðurlandanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjárfesting. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklingshyggja.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun