Innlent

Margir glíma við lesvanda

Rannveig Lund leiðbeinir ungum nema.
Rannveig Lund leiðbeinir ungum nema.
Fleiri íslenskir nemendur glíma að meðaltali við alvarleg lestrarvandamál en annars staðar í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri evrópskri skýrslu um lestrarkennslu í álfunni sem gerð var á vegum Eurydice, upplýsinganets ESB um menntunarmál í Evrópu.

Í skýrslunni kemur fram að Ísland sé annað tveggja landa þar sem lestrarnámskrá hefur ekki breyst á síðustu tíu árum. Hitt landið er Búlgaría en nemendur þar standa hvað verst í lestri í álfunni samkvæmt skýrslunni. Rannveig Lund sérkennari fullyrðir að undanfarin fjögur ár hafi áherslur í lestrarkennslu breyst mikið í skólum landsins.

- mmf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×