Femínista-fetish Hugleikur Dagsson skrifar 4. febrúar 2011 06:00 Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði eins og launamisrétti og heimilisofbeldi. Í langflestum tilvikum þegar svona gerist koma einn eða fleiri karlkyns bloggarar með eins konar mótsvör. Mótsvör segi ég, þó vart sé mark á þeim takandi sökum þess hversu keyrð þau eru af hatri og óöryggi. Karlkyns segi ég því í öllum tilvikum eru þetta karlar sem meika ekki að konur hafi skoðanir á þeirri mismunun sem þær eru umkringdar. Femínismi er einfalt fyrirbæri. Ef þú trúir á jafnrétti, þá ertu femínisti. Það er hægt að flækja umræðuna með því að tala um jákvæða mismunun, tískublöð, kynímyndir, rökuð kynfæri, vændi og ekki vændi, málfrelsi og whatever. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að horfa framhjá því augljósa, að konur skulu jafnar körlum, hvort sem þær séu bleikar skinkur eða "loðnar femínista-tussur". Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna fyrrnefndir bloggarar verða svona hræddir þegar stelpa stingur upp á grænni konu í götuljósin frekar en grænum karli? Af hverju verða þeir móðursjúkir þegar stelpa bendir á að vændi er ekki endilega jákvætt fyrirbæri? Hvaðan kemur þessi svakalegi ótti? Halda þeir að vondu loðnu femínistarnir muni einn daginn taka völdin og banna kynfærarakstur? Að þær muni einn daginn skríða inn um gluggann og stela öllu kláminu þeirra? Ég trúi á geimverur, en ég trúi ekki að klámið muni einn daginn hverfa af netinu, þannig að slakiði á. Annað skil ég ekki. Af hverju tjá sumir karlmenn sig opinberlega um gremju sína gagnvart ólögleiðingu strippstaða og vændis? Þeir geta allt eins farið út með skilti sem á stendur "Ég fæ aldrei að ríða" eða "Ég er einmana". Allra undarlegust finnst mér í skrifum þessara kynbræðra minna vera kenning þeirra um að "þessar kellingar" þurfi bara að "láta ríða sér". Í fyrsta lagi þekki ég fullt af femínistastelpum og ég veit ekki betur en þær séu alltaf að ríða. Í öðru lagi held ég einfaldlega að höfundar þessara skrifa séu eftir einhverri krókaleið að lýsa yfir löngun sinni til að gerast svo heppnir að fá að sofa hjá femínista. Ég held að þeir séu með dulið femínista-fetish. Skiljanlega, því sjálfstæði er afar aðlaðandi þáttur í konum. Á einhverjum tímapunkti hafa þeir upplifað höfnun frá konum sem eru klárari en þeir, og síðan þá hafa þeir reynt að bæta upp fyrir það sálarspark. Við þessa menn vil ég segja: ég vona að þið fáið ósk ykkar einn daginn uppfyllta, en fyrst þurfið þið að þroskast. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Öðlingurinn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði eins og launamisrétti og heimilisofbeldi. Í langflestum tilvikum þegar svona gerist koma einn eða fleiri karlkyns bloggarar með eins konar mótsvör. Mótsvör segi ég, þó vart sé mark á þeim takandi sökum þess hversu keyrð þau eru af hatri og óöryggi. Karlkyns segi ég því í öllum tilvikum eru þetta karlar sem meika ekki að konur hafi skoðanir á þeirri mismunun sem þær eru umkringdar. Femínismi er einfalt fyrirbæri. Ef þú trúir á jafnrétti, þá ertu femínisti. Það er hægt að flækja umræðuna með því að tala um jákvæða mismunun, tískublöð, kynímyndir, rökuð kynfæri, vændi og ekki vændi, málfrelsi og whatever. En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að horfa framhjá því augljósa, að konur skulu jafnar körlum, hvort sem þær séu bleikar skinkur eða "loðnar femínista-tussur". Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna fyrrnefndir bloggarar verða svona hræddir þegar stelpa stingur upp á grænni konu í götuljósin frekar en grænum karli? Af hverju verða þeir móðursjúkir þegar stelpa bendir á að vændi er ekki endilega jákvætt fyrirbæri? Hvaðan kemur þessi svakalegi ótti? Halda þeir að vondu loðnu femínistarnir muni einn daginn taka völdin og banna kynfærarakstur? Að þær muni einn daginn skríða inn um gluggann og stela öllu kláminu þeirra? Ég trúi á geimverur, en ég trúi ekki að klámið muni einn daginn hverfa af netinu, þannig að slakiði á. Annað skil ég ekki. Af hverju tjá sumir karlmenn sig opinberlega um gremju sína gagnvart ólögleiðingu strippstaða og vændis? Þeir geta allt eins farið út með skilti sem á stendur "Ég fæ aldrei að ríða" eða "Ég er einmana". Allra undarlegust finnst mér í skrifum þessara kynbræðra minna vera kenning þeirra um að "þessar kellingar" þurfi bara að "láta ríða sér". Í fyrsta lagi þekki ég fullt af femínistastelpum og ég veit ekki betur en þær séu alltaf að ríða. Í öðru lagi held ég einfaldlega að höfundar þessara skrifa séu eftir einhverri krókaleið að lýsa yfir löngun sinni til að gerast svo heppnir að fá að sofa hjá femínista. Ég held að þeir séu með dulið femínista-fetish. Skiljanlega, því sjálfstæði er afar aðlaðandi þáttur í konum. Á einhverjum tímapunkti hafa þeir upplifað höfnun frá konum sem eru klárari en þeir, og síðan þá hafa þeir reynt að bæta upp fyrir það sálarspark. Við þessa menn vil ég segja: ég vona að þið fáið ósk ykkar einn daginn uppfyllta, en fyrst þurfið þið að þroskast. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun