Enski boltinn

Dalglish að fá tvo kornunga framherja til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er samkvæmt frétt Guardian langt kominn með að fá tvo unga framherja til liðsins. Þetta eru þeir Marco Bueno, framherji 17 ára landsliðs Mexíkó og Nacho, ungur framherji spænska liðsins Albacete.

Marco Bueno kemur til Liverpool í næsta mánuði og þykir líklegt að hann skrifi undir fimm ára samning við félagið standi hans sig vel á tíu daga reynslutíma. Bueno spilar með liði Pachuca í Mexíkó og varð Heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó á dögunum. Varaformaður Pachuca segir að Liverpool sé búið að ná samkomulagi við foreldra stráksins.

Spænskir fjölmiðlar hafa líka skrifað um það í dag að Liverpool sé líka búið að krækja í framherjann Nacho sem er frá Albacete. Nacho æfði með 18 ára liði Liverpool á dögunum og stóð sig vel. Spænsku liðin Villarreal, Atlético Madrid, Real Madrid og Málaga höfðu öll áhuga á leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×