Lífið

Konur gera sjónvarpsþátt um konur

nýr spjallþáttur Björk Eiðsdóttir og Nadía Banine stýra nýjum þáttum á Skjá einum.
fréttablaðið/anton
nýr spjallþáttur Björk Eiðsdóttir og Nadía Banine stýra nýjum þáttum á Skjá einum. fréttablaðið/anton
„Við ætlum að fá til okkar konur sem þora að tjá sig," segir fjölmiðlakonan Björk Eiðsdóttir.

Björk stýrir nýjum spjallþætti ásamt Nadíu Banine sem hefur göngu sína á Skjá einum 15. febrúar. Þátturinn heitir Dyngjan og fjallar um konur, eða eins og Björk útskýrir: „Þetta á að vera spjallþáttur um konur og allt það sem við konur tölum um."

Hvað talið þið um?

„Við tölum um allt. Við tölum um karlmenn, hjónabönd, sambönd, börn, tengdamæður, vinnuna, námið, aðrar konur og þar fram eftir götunum. Allt sem mæðir á okkur, það vantar vettvang þar sem konur fá að tala."

Eruð þið að fylla í tómarúm?

„Já, mér finnst vanta vettvang þar sem konur láta ljós sitt skína og tala um það sem er stundum svolítið tabú að tala um. Eins og til dæmis hversu vanþakklátt móðurhlutverkið getur verið á stundum, samskiptin við hitt kynið og það sem því við kemur."

Þættir á borð við hina bandarísku The View og bresku Loose Women eru fyrirmyndir Dyngjunnar sem mun leggja áherslu á málefni líðandi stundar út frá sjónarhóli kvenna. En verða konur einu viðmælendurnir?

„Við erum ekki búnar að ákveða það. Við ætlum að reyna að fá einhverja flotta karlmenn með smá innslög um hvað þeim finnst um það sem við erum að tala um - hver þeirra hlið er." - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.