Innlent

Innan við 10 norsk skip á loðnuveiðum

Nú eru innan við tíu norsk loðnuskip að veiðum djúpt norður af Vestfjörðum, innan grænlensku lögsögunnar, en þau voru liðlega 20 þegar mest var fyrr í mánuðinum.

Langflest skipanna hafa siglt til Noregs með afla sinn, en nokkur hafa landað hér, og þá eingöngu ef þau hafa þurft á einhverri þjónustu að halda í höfnum hér.

Íslensku skipin hefja veiðar úr þessum sama stofni í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×