Enski boltinn

Torres: Ég er ekki búinn að gleyma því hvernig maður skorar mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres í leik með Chelsea í Asíuferðinni.
Fernando Torres í leik með Chelsea í Asíuferðinni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fernando Torres, spænski framherjinn hjá Chelsea, hefur ekki fundið netmöskvanna á undirbúningstímabilinu þar sem Chelsea-liðið ferðast um Asíu. Torres skoraði aðeins 1 mark í 18 leikjum á síðustu leiktíð og gagnrýnisraddirnar eru farnar að heyrast á ný enda keypti Roman Abramovich hann á 50 milljónir punda í janúar til þess að skora mörk fyrir liðið.

„Ég er bara 27 ára ennþá. Hafið engar áhyggjur, ég er ekki búinn að gleyma því hvernig maður skorar mörk. Ég mun skora," sagði Fernando Torres í viðtalið við blaðamenn í Hong Kong.

„Þetta verður stórt tímabil. Ég er í góðu formi og er tilbúinn í slaginn. Það eru gerðar miklar væntingar til liðsins en sigurhugarfarið í liðinu fer ekkert framhjá manni," sagði Torres jákvæður.

André Villas-Boas, nýr stjóri Chelsea, kom Torres til varnar á dögunum og sagði að menn þyrftu að ætta að þessari þráhyggju að einblína á markaskorun Spánverjans. John Terry hefur líka talað vel um Torres en það eina sem getur fengið menn til að hætta að velta sér upp úr markaleysinu er að Torres fari að skora mörk á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×