Fótbolti

Defoe dreymir um úrslitaleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe, til vinstri.
Jermain Defoe, til vinstri. Nordic Photos / Getty Images
Jermain Defoe, leikmaður Tottenham, sér enga ástæðu til að leyfa sér ekki að dreyma um að liðið komist alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Tottenham mætir AC Milan á San Siro í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld.

„Vá - geturðu ímyndað þér það? Tottenham og Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? Það væri ótrúlegt," sagði hann í viðtali við dagblaðið Daily Express.

„Ef okkur tekst að vinna AC Milan og komast í fjórðungsúrslit þá tel ég að okkur séu allir vegir færir. Maður veit aldrei hvað gerist í útsláttarkeppni - það hafa alltaf lið komið á óvart í gegnum tíðina."

Verkefni Tottenham í kvöld verður þó erfitt enda er Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.

„AC Milan er frábært lið sem hefur unnið Meistaradeildina oft. En ég hef trú á því að við getum unnið þennan leik. Það þýðir ekkert að mæta hræddir til leiks - annars gætum við sleppt því að spila leikinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×