Hekla fór að gjósa á Facebook Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 25. janúar 2011 12:18 Nei, Hekla er ekki að gjósa. Mynd/ Vilhelm Gunnarsson Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. Í raun byrjaði Hekla hins vegar alls ekki að gjósa í gær. Um var að ræða Facebook gabb sem rúmlega sex þúsund manns tóku þátt í. Mannskapurinn vakti athygli á margra ára gamalli frétt af mbl.is sem ber fyrirsögnina ,,Eldgos hafið í Heklu." Þannig birtist fréttin því mörgum á Facebook. Grikkurinn virðist hafa heppnast nokkuð vel því fæstir virðast hafa skoðað fréttina og kannað hvenær hún var skrifuð. Flestir lásu bara fyrirsögnina og hringdu í óðagoti í fréttastofuna. Þá bárust fréttamönnum símtöl frá vörubílstjórum sem höfðu lesið fyrirsögnina á facebook í farsíma sínum. Þeir sögðust sjá þungan og drungalegan mökk yfir Heklu og undruðu sig á því að fréttastofan hefði ekki gert grein fyrir náttúruhamförunum.Veðurstofumenn pirraðir Til að taka af allan vafa hafði fréttstofan því samband við Veðurstofuna í gærkvöld en þeir sem þar voru á vakt sögðust hafa fengið álíka mörg símtöl og fréttastofa stöðvar tvö og voru orðnir heldur þreyttir og pirraðir. Ekki er dregið í efa að þeir sem höfðu samband við fréttastofu hafi gert það með góðum hug og eru öllum þeim færðar bestu þakkir þó um plat hafi verið að ræða í þetta sinn. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Símalínurnar á fréttastofu voru rauðglóandi í allan gærdag en áhorfendur kvörtuðu sáran yfir því að fréttamenn hefðu ekki greint fyrir eldgosinu í Heklu sem hófst í gærdag. Enda þótti áskrifendum það sjálfsagt að fréttastofan myndi rjúfa útsendingu á skemmtiefni til að gera þjóðinni grein fyrir því að Hekla hefði opnast og úr henni flæddi rauðglóandi hraun. Í raun byrjaði Hekla hins vegar alls ekki að gjósa í gær. Um var að ræða Facebook gabb sem rúmlega sex þúsund manns tóku þátt í. Mannskapurinn vakti athygli á margra ára gamalli frétt af mbl.is sem ber fyrirsögnina ,,Eldgos hafið í Heklu." Þannig birtist fréttin því mörgum á Facebook. Grikkurinn virðist hafa heppnast nokkuð vel því fæstir virðast hafa skoðað fréttina og kannað hvenær hún var skrifuð. Flestir lásu bara fyrirsögnina og hringdu í óðagoti í fréttastofuna. Þá bárust fréttamönnum símtöl frá vörubílstjórum sem höfðu lesið fyrirsögnina á facebook í farsíma sínum. Þeir sögðust sjá þungan og drungalegan mökk yfir Heklu og undruðu sig á því að fréttastofan hefði ekki gert grein fyrir náttúruhamförunum.Veðurstofumenn pirraðir Til að taka af allan vafa hafði fréttstofan því samband við Veðurstofuna í gærkvöld en þeir sem þar voru á vakt sögðust hafa fengið álíka mörg símtöl og fréttastofa stöðvar tvö og voru orðnir heldur þreyttir og pirraðir. Ekki er dregið í efa að þeir sem höfðu samband við fréttastofu hafi gert það með góðum hug og eru öllum þeim færðar bestu þakkir þó um plat hafi verið að ræða í þetta sinn.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira