Innlent

Íslendingar fari inn á undan Norðmönnum

Carl B. Hamilton.
Carl B. Hamilton.
Íslendingar ættu að gerast aðilar að Evrópusambandinu á undan Norðmönnum, segir Carl B. Hamilton sem var í samninganefnd Svía þegar aðildarviðræður þeirra við ESB stóðu yfir.

„Ég held að það hafi ekki komið fram að nú er hægt að fá miklu betri samning heldur en eftir að Noregur gengur inn. Þið þurfið ekki að taka við norskri lausn í sjávarútvegi því þið eruð þið. Við getum klæðskerasaumað lausn fyrir Ísland sem myndi ekki endilega henta Noregi,“ segir Hamilton í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann telur að það sé betra að koma á undan því svo þurfi Norðmenn, vilji þeir ganga inn, að fara inn á forsendum sem Ísland hefur mótað.

„Þá verður Ísland inni, með neitunarvald á samningaviðræður við Noreg. Þetta er því tækifæri og þegar þið eruð búin að ákveða að það sé gott að Ísland verði aðili eftir hálfa öld, þá skulið þið ganga inn strax og hafa áhrif á gang mála þangað til," segir Hamilton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×