Innlent

Björgunarpakki Orkuveitunnar kynntur í dag

Haraldur Flosi Tryggvason er stjórnarformaður Orkuveitunnar.
Haraldur Flosi Tryggvason er stjórnarformaður Orkuveitunnar.
Blaðamannafundur um björgunaraðgerðir til handa Orkuveitu Reykjavíkur verður haldinn síðar í dag. Nú stendur yfir stjórnarfundur hjá Orkuveitunni þar sem rekstur fyrirtækisins er til umræðu.

Ljóst er að grípa verður til margvíslegra aðgerða til að bregðast við slæmri stöðu fyrirtækisins. Milljarða þarf til að bæta lánshæfismat fyrirtækisins.

Stjórnarfundurinn er haldinn í framhaldi af fundi borgarráðs í morgun um Orkuveitunnar.


Tengdar fréttir

Ekki svaravert segir borgarstjóri

„Við teljum þetta ekki svaravert,“ segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, spurður um frétt Stöðvar 2 í gærkvöld um að ein ástæða þess að illa gangi með endurfjármögnun lána Orkuveitunnar sé Facebook-færsla Jóns um að fyrirtækið sé „á hausnum“.

Aukafundur í borgarráði um málefni OR

Borgarráð kom saman á sérstökum aukafundi í dag þar sem rætt var um málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga en erfiðlega hefur gengið að endurfjármagna lán OR. Fundi Borgarráðs var frestað í dag án niðurstöðu en fundarhöld halda áfram á morgun.

Ummæli talin skaða fjármögnun Orkuveitunnar

Samningaumleitan Orkuveitunnar við hóp helstu lánveitenda sinna um endurfjármögnun milljarða lána ganga ekki sem skyldi. Talið er að ummæli borgarstjóra og helstu stjórnenda orkuveitunnar um bága fjárhagstöðu hennar í fjölmiðlum hafi þar áhrif.

Orkuveitan fær ekki lán

Erlend lánafyrirtæki hafa ekki viljað veita Orkuveitu Reykjavíkur lán og hefur norræni fjárfestingarbankinn sett fyrirtækið í frost. Þetta kemur fram í minnisblaði frá forstjóra Orkuveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×