Skriplað á skötu Haraldur Benediktsson skrifar 29. mars 2011 09:11 Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um vistun á verkefnum vegna landbúnaðarmála gerð að umtalsefni. Þar tekst ritstjóranum að blanda saman ólíkum málum og dregur þar af leiðandi kolrangar ályktanir. Ríkisendurskoðun ber að veita aðhald og eftirlit. Í haust sendi stofnunin frá sér úttektarskýrslu um framkvæmd nefndra verkefna. Í þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til umræðu, er ekkert annað sett fram en að Bændasamtökin ræki verkefni sín af ábyrgð og athugasemdalaust. Það er beinlínis rangt að halda því fram að BÍ fari með eftirlit með sjálfum sér. Yfirvöld hafa falið Bændasamtökunum hlutverk. Ef það þykir ástæða til að endurskoða það, þá er það gert. Það er misskilningur að halda að verkefnin skipti félagsskapinn höfðuðmáli, þau eru vel skilgreind en ekki félagslegt starf bænda sem er fjármagnað með öðrum hætti. Bændasamtökin hafa sagt að ef það er vilji til að endurskoða núverendi fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin til þess. Það hefði verið mun alvarlega ef Ríkisendurskoðun hefði komist að því að Bændasamtökin hefðu ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu skýrslunnar fengu samtökin hana til umsagnar en sjónarmiða bænda er ekki getið. Þar voru tíunduð viðhorf og athugasemdir BÍ til málsins en umsögnina má nálgast á vef samtakanna, bondi.is. Megintilgangur ritstjórans tengist þessu málefni varla nema lauslega. Það skal reynt að sverta Bændasamtökin og málið sett í samhengi við ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu bænda í þeim efnum. Áður hefur verið snúið út úr varnarlínum BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sérstaklega þeirri línu sem ber yfirskriftina "Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.“ Þar er eitt meginatriðið að "samtökum bænda verði jafnframt tryggð sambærileg staða og nú“ eins og segir orðrétt í ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs leiðarahöfundur að draga þá ályktun að varnarlínan eigi við um rekstur og ríkisstyrki til Bændasamtakanna, sem er alrangt. Í varnarlínunni er ekki átt við að BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu bænda, þ.e. að aðild að ESB raski ekki rekstrarforsendum þeirra sem hafa fjárfest í framleiðslutækjum og greiðslumarki - byggt upp bú sín upp í góðri trú og í samræmi við gildandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Verði samningur gerður þarf að útfæra afkomutryggingu sem taki mið af afskriftartíma fjárfestinganna. Með samtökum bænda er ekki einungis átt við Bændasamtökin því einnig er átt við framleiðendafélög, s.s. afurðastöðvar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna innan ESB. Samtökin verða að hafa sömu möguleika á því að gæta hagsmuna sinna og áður, m.a. með því að tækifæri til tekjuöflunar verði ekki skert frá því sem nú er. Meginatriðið er að Bændasamtök Íslands eru mótfallin aðild að ESB. Þau hafa hins vegar kosið að móta lágmarkskröfugerð fyrir íslenskan landbúnað. Þær kröfur tengjast á engan hátt niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar og verður að gera skýran greinarmun þar á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um vistun á verkefnum vegna landbúnaðarmála gerð að umtalsefni. Þar tekst ritstjóranum að blanda saman ólíkum málum og dregur þar af leiðandi kolrangar ályktanir. Ríkisendurskoðun ber að veita aðhald og eftirlit. Í haust sendi stofnunin frá sér úttektarskýrslu um framkvæmd nefndra verkefna. Í þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til umræðu, er ekkert annað sett fram en að Bændasamtökin ræki verkefni sín af ábyrgð og athugasemdalaust. Það er beinlínis rangt að halda því fram að BÍ fari með eftirlit með sjálfum sér. Yfirvöld hafa falið Bændasamtökunum hlutverk. Ef það þykir ástæða til að endurskoða það, þá er það gert. Það er misskilningur að halda að verkefnin skipti félagsskapinn höfðuðmáli, þau eru vel skilgreind en ekki félagslegt starf bænda sem er fjármagnað með öðrum hætti. Bændasamtökin hafa sagt að ef það er vilji til að endurskoða núverendi fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin til þess. Það hefði verið mun alvarlega ef Ríkisendurskoðun hefði komist að því að Bændasamtökin hefðu ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu skýrslunnar fengu samtökin hana til umsagnar en sjónarmiða bænda er ekki getið. Þar voru tíunduð viðhorf og athugasemdir BÍ til málsins en umsögnina má nálgast á vef samtakanna, bondi.is. Megintilgangur ritstjórans tengist þessu málefni varla nema lauslega. Það skal reynt að sverta Bændasamtökin og málið sett í samhengi við ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu bænda í þeim efnum. Áður hefur verið snúið út úr varnarlínum BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sérstaklega þeirri línu sem ber yfirskriftina "Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.“ Þar er eitt meginatriðið að "samtökum bænda verði jafnframt tryggð sambærileg staða og nú“ eins og segir orðrétt í ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs leiðarahöfundur að draga þá ályktun að varnarlínan eigi við um rekstur og ríkisstyrki til Bændasamtakanna, sem er alrangt. Í varnarlínunni er ekki átt við að BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu bænda, þ.e. að aðild að ESB raski ekki rekstrarforsendum þeirra sem hafa fjárfest í framleiðslutækjum og greiðslumarki - byggt upp bú sín upp í góðri trú og í samræmi við gildandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Verði samningur gerður þarf að útfæra afkomutryggingu sem taki mið af afskriftartíma fjárfestinganna. Með samtökum bænda er ekki einungis átt við Bændasamtökin því einnig er átt við framleiðendafélög, s.s. afurðastöðvar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna innan ESB. Samtökin verða að hafa sömu möguleika á því að gæta hagsmuna sinna og áður, m.a. með því að tækifæri til tekjuöflunar verði ekki skert frá því sem nú er. Meginatriðið er að Bændasamtök Íslands eru mótfallin aðild að ESB. Þau hafa hins vegar kosið að móta lágmarkskröfugerð fyrir íslenskan landbúnað. Þær kröfur tengjast á engan hátt niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar og verður að gera skýran greinarmun þar á.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun