Innlent

Málari breyttist í bókhaldara

SB skrifar
„Úff, síminn hefur varla stoppað," segir Hannes Birgisson málari sem varð fertugur á dögunum. Vinir hans ákváðu að gera Hannesi grikk og settu auglýsingu í Fréttablaðið með mynd af Hannesi. Í auglýsingunni var hann sagður bókhaldari með margra ára reynslu af skattaframtölum. Því fylgdi sögunni að hvert skattaframtal kostaði aðeins 7500 krónur og að einstæðar mæður þyrftu ekkert að borga.

„Jú, það voru mjög margar einstæðar mæður sem hringdu, heill hellingur," segir Hannes sem býst við því að hafa fengið um tvö hundruð símtöl. „Og þau eru enn að berast, sérstaklega núna þegar fresturinn til að skila skattaframtölunum er að renna út," segir hann og hlær.

Lífsglaði málarinn segist alls ekki ósáttur við þessa óvenjulegu afmælisgjöf. „Þetta eru stríðnispúkar," segir hann um vini sína sem tóku svo sannarlega forskot á sæluna. „Nú er bara að sjá hverju þeir taka upp á 1. apríl!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×