Innlent

Sögulegar sættir Jóhanns og dagskrárstjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður.
Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður.
Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður hefur ákveðið að afnema bann sitt við flutningi tónlistar sinnar á Bylgjunni og öðrum útvarpsstöðvum á vegum 365 miðla. Jóhann segir að bannið hafi tekið gildi 22. febrúar og leitt til málefnalegra viðræðna milli sín, Pálma Guðmundssonar, framkvæmdastjóra dagskrársvið 365 miðla, og Eiríks Tómassonar, framkvæmdastjóra STEFs.

„Í ljósi nýlegs samkomulags milli Félags tónskálda og textahöfunda og Bylgjunnar, sem gert var í kjölfar bannsins, og góðra undirtekta sem hugmyndir mínar varðandi flutning íslenskrar tónlistar hafa fengið í nefndum viðræðum, þá tel ég að bannið hafi skilað viðunandi árangri. Ég vil nota tækifærið og þakka þann mikla stuðning sem framtak mitt hefur almennt fengið og vona að aukin spilun íslenskrar tónlistar fylgi í kjölfarið," segir Jóhann í yfirlýsingu vegna málsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×