Plúton hefur fundist í jarðvegi utan ofna 29. mars 2011 01:00 mótmæli í Þýskalandi Fyrir utan kanslarahöllina í Berlín hafa hópar mætt til að mótmæla kjarnorku.nordicphotos/AFP Kjarnorkuver í smíðum Í Finnlandi er verið að reisa eitt öruggasta kjarnorkuver heims í bænum Olkiluoto við strönd Eystrasalts.nordicphotos/AFP Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bendir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra. Magnið er reyndar sagt lítið og enn er vonast til að brátt muni takast að kæla niður ofnkjarnana svo þeir verði viðráðanlegir. Hættuleg geislun hefur enn ekki dreifst að ráði út fyrir nánasta nágrenni ofnanna. Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan hefur hins vegar blásið nýju lífi í alla andstöðu við nýtingu kjarnorku víða um heim. Á Vesturlöndum og víðar hafa kjarnorkuandstæðingar haldið í mótmælagöngur og krafist þess að stjórnvöld leggi niður öll kjarnorkuver og hætti við áform um frekari uppbyggingu kjarnorkunýtingar. Stjórnvöld víða um heim hafa einnig brugðist við með ýmsum hætti, jafnvel frestað áformum um frekari uppbyggingu eða hraðað áformum um að leggja niður kjarnorkuver. Andstaðan hefur verið einna hörðust í Þýskalandi og nú um helgina kostaði það Kristilega demókrata, stjórnarflokk Angelu Merkel kanslara, þingmeirihluta í sambandslandinu Baden-Württemberg, þar sem flokkurinn hefur verið samfleytt við völd í nærri sextíu ár. Sitt sýnist þó hverjum og margir hafa bent á að kjarnorkan er, þrátt fyrir þau skelfilegu áhrif sem kjarnorkuslys getur haft, samt sá orkugjafi sem einna umhverfisvænstur hlýtur að teljast. Margir fara einnig ekki ofan af því að kjarnorkuvinnsla geti sömuleiðis verið nánast hættulaus ef rétt er að staðið. Þannig halda Finnar ótrauðir áfram að reisa nýtt kjarnorkuver í Olkiluoto við strönd Eystrasalts. Reyndar eru það Frakkar sem tóku að sér að reisa kjarnorkuverið, sem sagt er verða það fullkomnasta og öruggasta sem risið hefur. Veggirnir eru sagðir nógu þykkir til að þola flughrap, tækjabúnaðurinn á að þola finnska vetrarkuldann og eru öryggisráðstafanir byggðar á áratuga reynslu og tækniþróun. „Við erum með svo mikið af varakerfum að slys á borð við það sem varð í Japan gæti ekki gerst," segir Juoni Silvennoinen, yfirmaður byggingarframkvæmdanna. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Kjarnorkuver í smíðum Í Finnlandi er verið að reisa eitt öruggasta kjarnorkuver heims í bænum Olkiluoto við strönd Eystrasalts.nordicphotos/AFP Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bendir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra. Magnið er reyndar sagt lítið og enn er vonast til að brátt muni takast að kæla niður ofnkjarnana svo þeir verði viðráðanlegir. Hættuleg geislun hefur enn ekki dreifst að ráði út fyrir nánasta nágrenni ofnanna. Kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan hefur hins vegar blásið nýju lífi í alla andstöðu við nýtingu kjarnorku víða um heim. Á Vesturlöndum og víðar hafa kjarnorkuandstæðingar haldið í mótmælagöngur og krafist þess að stjórnvöld leggi niður öll kjarnorkuver og hætti við áform um frekari uppbyggingu kjarnorkunýtingar. Stjórnvöld víða um heim hafa einnig brugðist við með ýmsum hætti, jafnvel frestað áformum um frekari uppbyggingu eða hraðað áformum um að leggja niður kjarnorkuver. Andstaðan hefur verið einna hörðust í Þýskalandi og nú um helgina kostaði það Kristilega demókrata, stjórnarflokk Angelu Merkel kanslara, þingmeirihluta í sambandslandinu Baden-Württemberg, þar sem flokkurinn hefur verið samfleytt við völd í nærri sextíu ár. Sitt sýnist þó hverjum og margir hafa bent á að kjarnorkan er, þrátt fyrir þau skelfilegu áhrif sem kjarnorkuslys getur haft, samt sá orkugjafi sem einna umhverfisvænstur hlýtur að teljast. Margir fara einnig ekki ofan af því að kjarnorkuvinnsla geti sömuleiðis verið nánast hættulaus ef rétt er að staðið. Þannig halda Finnar ótrauðir áfram að reisa nýtt kjarnorkuver í Olkiluoto við strönd Eystrasalts. Reyndar eru það Frakkar sem tóku að sér að reisa kjarnorkuverið, sem sagt er verða það fullkomnasta og öruggasta sem risið hefur. Veggirnir eru sagðir nógu þykkir til að þola flughrap, tækjabúnaðurinn á að þola finnska vetrarkuldann og eru öryggisráðstafanir byggðar á áratuga reynslu og tækniþróun. „Við erum með svo mikið af varakerfum að slys á borð við það sem varð í Japan gæti ekki gerst," segir Juoni Silvennoinen, yfirmaður byggingarframkvæmdanna. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira