Handbolti

Sverre: Karakterinn er dottinn úr liðinu

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar

Sverre Andreas Jakobsson tók takmarkaðan þátt í leiknum í kvöld en hann fékk að líta sína þriðju tveggja mínútna brottvísun snemma í síðari hálfleik.

"Þetta var stutt því miður. Mig langaði að klára þennan leik. Þetta var ágætis leikur. Við bættum sóknarleikinn mikið og varnarleikurinn var ágætur. Frakkar eru betra lið og það sást alveg. Þeir áttu skilið að vinna," sagði Sverre.

"Við verðum að taka það jákvæða úr leiknum. Við duttum á botninn í síðasta leik og erum að reyna að spyrna okkur frá núna. Markmiðið er að enda mótið á jákvæðum nótum.

"Það er ótrúlegt að tala um að við eigum enn möguleika á að jafna besta árangur Íslands á HM. Við erum samt hundfúlir með milliriðilinn.

"Karakterinn er dottinn úr liðinu og við höfum ekki sýnt okkur rétta andlit. Af hverju veit ég ekki og mun kannski aldrei komast að því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×