Methagnaður hjá stærstu verslun Norðurlanda 16. janúar 2011 08:45 Sænska verslunin Gekås skilaði methagnaði á síðasta ári. Nam hagnaðurinn 3,8 milljörðum sænskra kr. eða um 66 milljörðum kr. Veltan nam 25,7 milljörðum sænskra kr. á árinu. Verslunin, sem er staðsett við bæinn Ullared, er sú stærsta á Norðurlöndunum. Gekås stærir sig af því að hafa allt til staðar í versluninni á lágu verði. Verslunarplássið er á við fimm fótboltavelli í fullri stærð og hvergi er að finna fleiri bílastæði fyrir utan einn stað í Svíþjóð ef Arlanda flugvöllurinn er undanskilinn. Alls komu 4,5 milljónir viðskiptavina í verslunin á síðasta ári. Könnun leiddi í ljós að hver viðskiptavinur ferðast að meðaltali 245 km bara til að versla í Gekås. Það eru ekki bara Svíar sem versla í Gekås, þangað eru skipulagðar rútuferðir frá Noregi, Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Biðraðarmet var sett hjá Gekås 30. október í fyrra. Þá komu 81 rúta að versluninni á sama tíma. Vegna reglna um brunavarnir má bara viss fjöldi vera inni í versluninni á hverjum tíma svo að biðröð myndaðist. Mældist hún 1,4 km að lengd þegar mest var. Það athyligsverða við Gekås er að verslunin eyðir nær engu í að auglýsa sig. Ein auglýsingin, sem birtist á hverju ári, er tvídálka jólakveðja í staðarblaðinu Hallands Nyheter. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sænska verslunin Gekås skilaði methagnaði á síðasta ári. Nam hagnaðurinn 3,8 milljörðum sænskra kr. eða um 66 milljörðum kr. Veltan nam 25,7 milljörðum sænskra kr. á árinu. Verslunin, sem er staðsett við bæinn Ullared, er sú stærsta á Norðurlöndunum. Gekås stærir sig af því að hafa allt til staðar í versluninni á lágu verði. Verslunarplássið er á við fimm fótboltavelli í fullri stærð og hvergi er að finna fleiri bílastæði fyrir utan einn stað í Svíþjóð ef Arlanda flugvöllurinn er undanskilinn. Alls komu 4,5 milljónir viðskiptavina í verslunin á síðasta ári. Könnun leiddi í ljós að hver viðskiptavinur ferðast að meðaltali 245 km bara til að versla í Gekås. Það eru ekki bara Svíar sem versla í Gekås, þangað eru skipulagðar rútuferðir frá Noregi, Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Biðraðarmet var sett hjá Gekås 30. október í fyrra. Þá komu 81 rúta að versluninni á sama tíma. Vegna reglna um brunavarnir má bara viss fjöldi vera inni í versluninni á hverjum tíma svo að biðröð myndaðist. Mældist hún 1,4 km að lengd þegar mest var. Það athyligsverða við Gekås er að verslunin eyðir nær engu í að auglýsa sig. Ein auglýsingin, sem birtist á hverju ári, er tvídálka jólakveðja í staðarblaðinu Hallands Nyheter.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira