Atkvæðagreiðsla um Icesave - bein útsending á Vísi Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. febrúar 2011 13:09 Tæplega þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forsetans um að synja nýjum Icesave-lögum staðfestingar. Búist er við að Alþingi afgreiði í dag sem lög frumvarp vegna nýrra Icesave-samninga. Bein útsending verður frá atkvæðagreiðslunni hér á Vísi. Hægt verður að sjá hana með því að smella hér. Þriðja umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna nýrra Icesave-samninga hófst í gær á Alþingi. Þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur í dag en búist er við að Alþingi afgreiði frumvarpið sem lög í dag með nokkrum meirihluta en auk flestra stjórnarþingmanna styður meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins samningana, en stjórnarandstaðan átti sinn fulltrúa í nýju samninganefndinni og þá lögðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar áherslu á að Lee Bucheitt veitti nefndinni forystu sem varð á endanum niðurstaðan. Ljóst er að enn er mikil andstaða við málið meðal almennings þrátt fyrir fullyrðingar þess efnis að hinir nýju samningar séu umtalsvert betri en þeir eldri. Laust fyrir hádegi höfðu tæplega þrjátíu þúsund manns skráð sig á undirskriftalista á vefsíðunni kjósum.is til að hvetja forseta Íslands til að synja frumvarpi vegna samninganna staðfestingar verði það að lögum. Þetta er svipaður fjöldi og skráði sig á lista gegn fjölmiðlalögunum sumarið 2004, en þá synjaði forsetinn lögunum staðfestingar eftir að um þrjátíu þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun þess efnis. Rúmlega fimmtíu þúsund manns skráðu sig á síðasta ári á undirskriftalista InDefence hópsins gegn síðustu Icesave-samningum en forsetinn varð þá við áskoruninni og beitti synjunarvaldi samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar í annað skipti í sinni embættistíð. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forsetans um að synja nýjum Icesave-lögum staðfestingar. Búist er við að Alþingi afgreiði í dag sem lög frumvarp vegna nýrra Icesave-samninga. Bein útsending verður frá atkvæðagreiðslunni hér á Vísi. Hægt verður að sjá hana með því að smella hér. Þriðja umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna nýrra Icesave-samninga hófst í gær á Alþingi. Þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur í dag en búist er við að Alþingi afgreiði frumvarpið sem lög í dag með nokkrum meirihluta en auk flestra stjórnarþingmanna styður meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins samningana, en stjórnarandstaðan átti sinn fulltrúa í nýju samninganefndinni og þá lögðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar áherslu á að Lee Bucheitt veitti nefndinni forystu sem varð á endanum niðurstaðan. Ljóst er að enn er mikil andstaða við málið meðal almennings þrátt fyrir fullyrðingar þess efnis að hinir nýju samningar séu umtalsvert betri en þeir eldri. Laust fyrir hádegi höfðu tæplega þrjátíu þúsund manns skráð sig á undirskriftalista á vefsíðunni kjósum.is til að hvetja forseta Íslands til að synja frumvarpi vegna samninganna staðfestingar verði það að lögum. Þetta er svipaður fjöldi og skráði sig á lista gegn fjölmiðlalögunum sumarið 2004, en þá synjaði forsetinn lögunum staðfestingar eftir að um þrjátíu þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun þess efnis. Rúmlega fimmtíu þúsund manns skráðu sig á síðasta ári á undirskriftalista InDefence hópsins gegn síðustu Icesave-samningum en forsetinn varð þá við áskoruninni og beitti synjunarvaldi samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar í annað skipti í sinni embættistíð.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira