Innlent

Lýsa vanþóknun á aðför bandarískra stjórnvalda

Þór Saar, Hreyfingunni.
Þór Saar, Hreyfingunni.

Hreyfingin lýsir vanþóknun á aðför bandarískra stjórnvalda á tjáningar- og persónufrelsi þeirra sem hafa komið að birtingu upplýsinga sem sýna stríðsglæpi bandaríska hersins í Írak.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurinn hefur sent frá sér, í tilefni af því að bandarísk stjórnvöld hafa krafist upplýsinga um tölvunotkun Birgittu Jónsdóttur.

„Upplýsingarnar sýna svart á hvítu hvernig hermenn bandaríska hersins hafa slátrað saklausum borgurum og einnig þeim sem reyndu að koma þeim til hjálpar. Árásir þessar voru augljóslega tilgangslausar og fólu meðal annars í sér að skjóta sprengikúlum á börn," segir í yfirlýsingunni.

Þá krefst Hreyfingin að farið verði að lögum í málinu og að réttar allra Íslendinga verði gætt í hvívetna sem og annarra sem að málinu koma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×