Viðskipti erlent

Stjórnarandstaðan vill ekki samsteypustjórn

Antonis Samaras, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Grikklandi, vill ekki taka þátt í samsteypustjórn.
Antonis Samaras, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Grikklandi, vill ekki taka þátt í samsteypustjórn.
Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Grikklandi, Antonis Samaras, lýsti því yfir í dag að flokkur hans myndi ekki styðja eða taka þátt í myndun samsteypustjórnar með núverandi forsætisráðherra, Papandreu.

Ekki hefur enn náðst víðtæk samstaða um aðgerðir í ríkisfjármálum Grikklands. Papandreu lét hafa eftir sér í dag að helsta verkefnið hjá ríkisstjórninni væri að samþykkja aðgerðaáætlun ESB fyrir Grikkland, og hrinda henni svo í framkvæmd. Áætlunin er talin fela í sér aðgerðir sem eiga að bæta skuldastöðu Grikklands um ríflega 130 milljarð evra, sem er meira en þriðjungur allra skuldbindinga landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×