Lífið

Svakaleg óvissuferð kvikmyndaáhugafólks

Sigurður Kjartan Kristinsson skipuleggur viðburðinn Bíó í iðrum jarðar.fréttablaðið/gva
Sigurður Kjartan Kristinsson skipuleggur viðburðinn Bíó í iðrum jarðar.fréttablaðið/gva
„Ég get lofað því að þetta verður svakalegasta bíóupplifun sem fólk hefur séð á landinu. Ég held að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson.

Hann skipuleggur viðburðinn Bíó í iðrum jarðar í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september. Farið verður með rútu út fyrir Reykjavík í óvissubíó. Þegar komið er á hinn leynilega áfangastað verður gestum boðið upp á veitingar og svo hefst sýningin. Aðeins verður um tvær ferðir að ræða og aðeins þrjátíu miðar verða seldir í hvora ferð.

„Þetta er ekki fyrsta árið sem þetta kemur upp á borð hjá okkur. Við erum búin að vera með marga útlendinga sem hafa verið að spá í bíó á skringilegum stöðum úti á landi. Þetta gekk upp í fyrsta skipti í ár,“ segir Sigurður Kjartan og lofar eftirminnilegri upplifun. „Þetta verður mikil adrenalínvíma og þetta er hvorki fyrir viðkvæma né fólk í lélegu líkamsástandi. Þú þarft að vera ævintýraþyrstur og í góðu formi líkamlega og á sálinni,“ segir hann og bætir við að allir verði í góðum höndum. Þar á meðal verða fjallaleiðsögumenn til taks.

Hvor ferð mun taka hálfan dag og miðaverð er 5.900 krónur. Hægt er að kaupa miða á síðunni Riff.is. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.