Sport

Andy Murray: Ég mun bæta mig þegar líður á mótið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andy Murray í leiknum í gær.
Andy Murray í leiknum í gær. Mynd. / Getty Images
Tenniskappinn, Andy Murray, segist finna fyrir pressunni frá ensku þjóðinni í hvert einasta skipti sem hann tekur þátt í stórmóti.

Skotinn átti í erfileikum með að leggja Indverjann, Somdev Devvarman, í fyrstu viðureign kappans á mótinu, en það hafðist á endanum.

Þegar Murray var spurður út í það hvort hann finni fyrir pressunni þá svaraði hann: „Prófaðu að vera enskur tennisspilari á stórmóti, það er ekki auðvelt“.

„Það er alltaf stressandi að taka þátt í svona mótum, sérstaklega þegar þú ert að leika við keppanda sem þú hefur aldrei áður mætt“.

„Stressið hjálpar mér að halda einbeitingu, þegar það fer þá fyrst mun ég hafa áhyggjur". 



„Leikur minn batnaði þegar leið á viðureignina og ég mun verða betri þegar líður á mótið".

Murray hefur aldrei náð að sigra stórmót, en þrisvar hefur hann komist alla leið í úrslitin.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×